Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bóluefni gegn afrískri svínapest lofa góðu
Fréttir 15. júlí 2020

Bóluefni gegn afrískri svínapest lofa góðu

Höfundur: ehg - Bondebladet
Kínverskt bóluefni gegn afrískri svínapest virðist vera að gefa góða raun en búið er að prófa það á þrjú þúsund grísum á þremur búum í Kína frá aprílmánuði til júní á þessu ári. Reuters-fréttastofan greindi frá þessu og hafa þeir upplýsingarnar frá kínverska fréttamiðlinum Xinhua. 
 
Starfsmenn fyrirtækisins Harbin Veterinary Research Institute hafa framkvæmt prófanirnar sem allar hafa gefið jákvæða niðurstöðu. Svínahjarðirnar sem prófaðar hafa verið koma frá þremur svæðum í Kína, Heilongjiang, Henan og Xinjiang Uygur. Allir grísirnir sem hafa verið prófaðir eru heilbrigðir, litlu grísirnir vaxa eðlilega og fá engar aukaverkanir af bóluefninu. Prófessor í faraldsfræðum við Háskólann í Hong Kong segir að fleiri prófanir þurfi í mismunandi umhverfi og af fleiri búum áður en hægt verður að koma bóluefninu á markað. Einnig er unnið að því að búa til bóluefni í Víetnam, Englandi og Bandaríkjunum. 
 
Orsök afrískrar svínapestar er DNA-vírus. Það er einungis ein serótýpa en yfir 20 arfgerðir og margar undirgerðir með mjög mismunandi getu til að leiða til sjúkdómsins. Vírusinn smitar eingöngu dýr af svínaætt. Svín af húsdýragerð og evrópsk villisvín eru mjög móttækileg fyrir sýkingu og dánarhlutfall er mjög hátt. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur leitt af sér fjöldaslátrun á svínum í Asíu. Í nóvember á síðasta ári var árfarvegur í Suður-Kóreu blóðrauður á lit eftir slátrun á hátt í fimmtíu þúsund grísum í tilraun til að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...