Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Böðvar í Ysta-Hvammi nýr í stjórn LS
Fréttir 16. apríl 2014

Böðvar í Ysta-Hvammi nýr í stjórn LS

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var 3.-4. apríl síðastliðna var Böðvar Baldursson í Ysta-Hvammi í Aðaldal kjörinn nýr í stjórn samtakanna fyrir Norðausturhólf. Fimm manns sitja í stjórn samtakanna, formaður sem kosinn er beinni kosningu og fjórir stjórnarmenn. Þeir eru kosnir hver innan síns landshluta en landinu er skipt í fjögur hólf, Vesturhólf, Norðvesturhólf, Norðausturhólf og Suðurhólf. Ganga stjórnarmenn úr stjórn til skiptis en kjörtímabilið er tvö ár.
 
Helgi Haukur Hauksson, sem kosinn var í stjórn innan Norðausturhólfs á aðalfundi 2013, lét af störfum í stjórn snemma á þessu ári. Ólafur Þorsteinn Gunnarsson tók þá sæti hans og gegndi stjórnarstörfum fram að aðalfundi. Böðvar og Sigurður Þór Guðmundsson kepptu um stjórnarsætið í kosningu á fundinum og hafði Böðvar sigur eins og áður sagði.
 
Oddný Steina Valsdóttir var jafnframt endurkjörin í stjórn fyrir Suðurhólf, en enginn bauð sig fram gegn henni. Þegar þannig háttar til eru allir félagsmenn á viðkomandi svæði í kjöri. Hlaut Oddný Steina mjög afgerandi kosningu. Stjórn samtakanna skipa því, auk þeirra Oddnýjar Steinu og Böðvars, þau Þórarinn Ingi Pétursson á Grýtubakka formaður, Atli Már Traustasona á Syðri-Hofdölum og Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku.
 
Ólafur Þorsteinn Gunnarsson á Giljum var endurkjörinn fyrsti varamaður í stjórn, Birgir Arason í Gullbrekku annar varamaður og Sigvaldi H. Ragnarsson á Hákonarstöðum var kjörinn þriðji varamaður.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...