Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland í Sveitarfélaginu Vogum.
Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland í Sveitarfélaginu Vogum.
Fréttir 4. júní 2021

Benchmark Genetics byggir nýtt og stærra hrognahús með 10 þúsund eldiskerjum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrirtækið Benchmark Genetics Iceland, sem áður hét Stofnfiskur, mun auka framleiðslugetu sína á laxahrognum umtalsvert með byggingu á nýju og stærra hrogna­húsi við laxeldisstöð sína í  Sveitarfélaginu Vogunum á Reykja­nesi.

Nýja hrognahúsið verður formlega tekið í notkun í haust en fyrstu hrognin verða lögð inn um miðjan júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta nýja hússins verði yfir 300 milljónir laxahrogna á ári. Húsið hefur risið hratt þar sem fyrsta skóflustungan var tekin í nóvember síðastliðinn. Búið er að steypa sökklana og næst rísa veggirnir. Nýja hrognahúsið mun vera með 10.000 fimm lítra eldisker sem hver fyrir sig þroskar hrogn undan einni hrygnu. Þetta kerfi mun tryggja góð hrognagæði.

„Nýja húsið tryggir að hin vinsælu kynbættu laxahrogn fyrirtækisins verði að bestu gæðum svo og ein heilbrigðustu hrogn í heiminum í dag sem hægt er að afhenda allar vikur ársins úti um allan heim. Undanfarin misseri hefur áhugi á laxeldi á landi aukist gífurlega og erum við að búa okkur undir að geta annað eftirspurn á þeim markaði úti um allan heim,“ segir dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri „Benchmark Genetics Iceland.

Tölvugerð mynd af hrognahúsinu innandyra en 10 þúsund eldisker verða í nýja húsinu.

Skylt efni: Benchmark Genetics

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f