Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Forgotten Fruits, eða Fruits Oubliés, er hópur sem berst fyrir lögleiðingu bandarísku þrúgnanna.
Forgotten Fruits, eða Fruits Oubliés, er hópur sem berst fyrir lögleiðingu bandarísku þrúgnanna.
Fréttir 22. september 2021

Bandarískur vínberjastofn vekur mikla ólgu yfirvalda

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Franska ríkisstjórnin hefur í tæp 90 ár unnið að útrýmingu a.m.k. sex bandarískra vínviðartegunda úr frönskum jarðvegi. Haldið er fram slæmum áhrifum á bæði líkamlega og andlega heilsu manna, auk þess að úr þeim sé einungis hægt að framleiða ódrekkandi vín.

Vínviður þessi sem er blendingur („afkvæmi“ tveggja mismunandi vínberjategunda) er þó harðgerðari en ella og hefur staðið af sér bæði sjúkdóma og kuldaköst sem herjað hafa á vínberjaakra Frakklands síðastliðin ár.

Í Suður-Frakklandi má til dæmis finna slíkan akur sem látinn hefur verið í friði og blómstrað af afli í gegnum tíðina, þó blendingstegundin sem slík hafi verið bönnuð af frönskum yfirvöldum síðan 1934. Og það sem meira er, hann er ræktarlegur og fínn þó ekki hafi hann verið úðaður eiturefnum sem franskir vínbændur eru gjarnir á að nota á akra sína. Áhugavert er að vínekrur Frakka þekja yfir 4% af landsvæði landsins og nota 15% eiturefna sér til varnar.

Til er hópur sem kallar sig Forgotten Fruits og berst fyrir lögleiðingu bandarísku þrúgnanna. Þeir benda réttilega á að þessir óvinsælu vínviðir tryggja ríkulega uppskeru, án áburðar eða sérstakrar meðferðar, og því tilvaldir til vinnslu lífrænna víntegunda. Hefur barátta Forgotten Fruits vakið mikla athygli og standa nú yfir viðræður við frönsk stjórnvöld með það fyrir augum að lögleiða blendingsvínviðinn svo hægt sé að tryggja góða afkomu og miða að lífrænni og bragðgóðri framleiðslu.

Skylt efni: Frakkland | Vínviður | Vín

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f