Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bakteríusýking veldur miklum skaða á nytjaplöntum
Fréttir 27. júlí 2018

Bakteríusýking veldur miklum skaða á nytjaplöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alvarleg sýking af völdum bakteríu sem kallast Xylella fastidiosa er að valda gríðarlegum skaða í ólífu- og vínviðarækt í Evrópu og víðar um heim. Vitað er að bakterían getur sýkt og valdið skaða á um 350 tegundum plantna.

Bakterían sem um ræðir breiðist út í loft og er útbreiðsla hennar mjög hröð þar sem hún æðir nú yfir og sýkir ólífu- og vínviðarplöntur í löndunum við Miðjarðarhaf.

Ný tækni sem gerir mönnum kleift að fylgjast með útbreiðslu bakteríunnar með hitamyndavélum úr lofti sýnir að útbreiðsluhraði hennar er mun meiri en ætlað var.

Bakterían, sem auk þess að valda skaða á ólífum og vínvið, leggst einnig á sítrustré, möndlur, eik, álm, hlyn og hátt í 350 aðrar plöntutegundir með mismiklum krafti en í flestum tilfellum er sýking af hennar völdum alvarleg.

Upphaflega kemur bakterían, sem kallast Xylella fastidiosa, frá Nýja heiminum þar sem hún er þekktur skaðvaldur í ræktun. Bakteríunnar varð fyrst vart í Evrópu á Ítalíu árið 2013 og talið að hún hafi borist þangað með ávaxtafarmi frá Suður-Ameríku. Árið 2017 var bakterían komin til Frakklands og Spánar. Auk þess sem hún er landlæg í Íran og á Taívan.

Talið er að útbreiðsla bakteríunnar til Asíu og Ástralíu á næstu árum sé óhjákvæmileg í gegnum alþjóðlega verslun með plöntur og plöntuafurðir.

Eyðilegging af völdum bakteríunnar í Evrópu er enn sem komið er mest á ólífulundum á sunnanverðri Ítalíu þar hún hefur drepið þúsundir trjáa og lagt fjölda aldagamla ólífulunda í rúst.

Ekki er til nein lækning við sýkingunni enn sem komið er og eina leiðin til að hefta útbreiðslu hennar er að fella sýkt tré. Vandinn er aftur á móti sá að bakterían berst með lofti og tré geta verið sýkt af henni í ár án þess að sýna einkenni. Skordýr sem sjúga plöntusafa geta einnig borið bakteríuna milli trjáa.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f