Bændablaðið enn mest lesna blað landsins
Bændablaðið er mest lesni prentmiðill landsins, þriðja árið í röð, samkvæmt nýjum niðurstöðum úr Prentmiðlamælingu Gallup.
Meðallestur Bændablaðsins á landsvísu er 29,7% en 69.900 manns lesa að meðaltali hvert tölublað sem kemur út. Blaðið er gefið út í 33.000 eintökum.
Bændablaðið er nú annað árið í röð mest lesna blaðið á höfuðborgarsvæðinu.
Á landsbyggðinni hefur Bændablaðið algera sérstöðu hvað varðar lestur en þar hefur það 41% lestur eða meira en tvöfalt meiri lestur en Morgunblaðið sem er með næst mesta lestur.
Bændablaðið er einnig mest lesna blaðið í öllum aldursflokkum og öllum kjördæmum nema í Reykjavík norður þar sem Morgunblaðið er með 0,8 prósentustigum meira lesið.
Sé horft til menntunarstigs er Bændablaðið mest lesna blaðið á þeim öllum og tekjustig hefur heldur ekki áhrif á þessa niðurstöðu. Bændablaðið er til dæmis lesið af tæplega 25% fólks í tekjuhæsta hópnum. Mest er það þó lesið af tekjulægsta hópnum og litlu minna af fólki með meðallaun.
Bændablaðið er meira lesið af körlum en konum.
Mælingin fór fram á síðasta ársfjórðungi ársins 2025. Í prentmiðlakönnun Gallup er lestur dagblaða mældur með samfelldum hætti. Í úrtakinu eru Íslendingar á aldrinum 18-80 ára af landinu öllu.
