Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntu­verndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi samkvæmt aðgerðaráætluninni.
Fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntu­verndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi samkvæmt aðgerðaráætluninni.
Mynd / ghp
Fréttir 23. júní 2017

Aukin sala á illgresiseyði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Sala á svokölluðum plöntu­verndarvörum jókst um 141% milli áranna 2015 og 2016. Salan fór úr 2,4 tonnum í 5,9 tonn samkvæmt niðurstöðum eftir­lits­­verkefnis Umhverfis­stofnunar. Meginástæðan fyrir þessari miklu aukningu var mikil sala á illgresis­eyði, að er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
 
Sala upp á 5,9 tonn af „plöntuverndarvörum” samsvarar 2,2 tonnum af virku efni. Samkvæmt áhættuvísi í aðgerðaáætlun um notkun varnarefna, sem gefin var út af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í ágúst 2016, er miðað við að salan nemi ekki meiru en 2,4 tonnum af virku efni á ári. Salan árið 2016 var því innan marka.
 
Casoron G af markaði
 
Alls voru tollafgreidd 12,9 tonn af plöntuverndarvörum á árinu 2016. Tollafgreiðsla minnkaði um 50% á milli áranna 2015 og 2016, en það má fyrst og fremst rekja til þess að frá 1. janúar 2016 varð sala á plöntuverndarvörunni Casoron G óheimil, en sú vara var fyrirferðarmikil á markaði hér á landi um árabil.
 
Plöntuverndarvara er skilgreind sem efni eða efnablanda sem inniheldur eitt eða fleiri virk efni eða örverur, aðrar lífverur eða hluta þeirra, sem notuð er til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna. 
 
Illgresiseyðir í meirihluta
 
Sé skoðað hvernig notkun á plöntuverndarvörum skiptist eftir flokkum kemur í ljós að illgresiseyðir eru langstærsti hluti þeirra, eða 86% af heildarmagni vara sem settur var á markað frá 2009–2015, skordýra og sveppaeyðar eru 6–7% og stýriefni minna en 1% af heildarmagni.
 
Aðgerðaráætlun um notkun varnarefna hefur það að markmiði að draga úr notkun á plöntuverndarvörum og þar með að draga úr áhættu af völdum plöntuverndarvara gagnvart heilsu og umhverfi. Aðgerðaráætlun er gefin út til 15 ára og endurskoða skal hana á 5 ára fresti.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...