Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Annar innlausnarmarkaður ársins fyrir greiðslumark í sauðfé
Fréttir 24. nóvember 2020

Annar innlausnarmarkaður ársins fyrir greiðslumark í sauðfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að haldinn verður auka innlausnarmarkaður með greiðslumark í sauðfé í desember 2020. Markaðurinn er haldinn að tillögu Landssamtaka sauðfjárbænda um að auka greiðslumark á markaði fyrir sauðfjárbændur.

Á vef Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins segir að aðgerðin miði að því að jafna stöðu bænda innan kerfisins þar sem greiðslumarki er beint til hópa sem framleiða með minnstum opinberum stuðningi.

Á markaðnum verður boðið til sölu greiðslumark sem innleyst var á árunum 2017 og 2018, samtals 4.757 ærgildi, auk þess sem heimilt verður að leggja fram sölutilboð með sama hætti og venjulega. Innlausnarverð/söluverð er núvirt and­virði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára, kr. 12.764,- pr. ærgildi.  

Forgangshópar eru tveir skv. ákvæðum 12. gr. reglugerðar nr. 1253/2019 um stuðning við sauðfjárrækt. Forgang að 60% af því sem er til úthlutunar eiga  þeir framleiðendur sem eiga 200 kindur eða fleiri á haustskýrslu 2019 og hafa ásetningshlutfallið 1.6 eða hærra. Forgang að því sem þá er eftir hafa þeir framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og hafa ásetningshlutfallið 1 eða hærra. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til fram­leið­enda í forgangshópum skal boðið öðrum umsækjendum.

Með beiðni um inn­lausn á greiðslumarki skal fylgja veðbókarvottorð ásamt staðfestingu á eignarhaldi að lögbýli og samþykki ábúanda, sam­eigenda og veðhafa í lögbýlinu. Kaupandi greiðslumarks nýtir greiðslumark frá og með 1. janúar 2021.

Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is.  Opnað verður fyrir kaup- og sölutilboð í Afurð 25. nóvember nk.

Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 3. desember nk. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er til 10. desember 2020.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f