Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Andabringur, humar og hörpuskel
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 3. október 2016

Andabringur, humar og hörpuskel

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hörpuskel, humar og önd. Hvað er betra í haustbyrjun en að nostra við slíkt úrvals hráefni? 
 
Andabringur í vefju 
með agúrku og vorlauk
  • 2-4 stk. litlar andabringur (u.þ.b. 450 g heildarþyngd)
Fyrir kryddlög
  • 1 biti ferskt engifer, fínt saxað
  • 4 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
  • ¼ tsk. chilli flögur
  • 4 msk. sæt soja sósa
  • 2 tsk. sykur
  • 1 tsk. kínversk fimm kryddblanda ( má sleppa eða nota kóríanderduft)
  • Smá olía til að pensla kjötið
  • 2½ msk. Hoisin  sósa
  • 2½ msk. plómu (Plum) sósa
  • 1 meðalstór agúrka
  • 6 stórar (24 cm) hveiti tortilla, eða litlar kínverskar pönnukökur
  • 1 vorlaukur, skorinn á ská
  • 75 g súrsuður sushi engifer (skolaður)
 
Aðferð
?
Settu andabringu á bretti.
 
Snyrta skal umfram fitu burt, um fimm millimetra frá jöðrum kjötsins á hvorri hlið – og efst og neðst á hverri bringu. Skerið þvers og kruss á ská í fituna á sentimetra millibili. Blandið kryddlög í skál. Setjið andabringu í og passið að hún sé vel hjúpuð kryddleginum. Flytjið öndina í plastspoka og kælið yfir nótt eða í að minnsta kosti þrjár klukkustundir
 
Fyrir eldun. Penslið létt með olíu. Blandið hoisin- og plómusósu í skál. Skerið agúrkuna í tvennt og svo í fjórðunga með því að skera hvorn hluta langsum. Á þennan hátt getur þú tekið fræin auðveldlega úr. Svo er þetta skorið í  þunnar ræmur.
 
Öndin er elduð bleik á grilli, pönnu eða í ofni með kjarnhita um 60 °C. Setjið á grill í fjórar til fimm mínútur til að fá skinnið stökkt, en passið að fitan kveiki ekki í.
 
Takið þá öndina til hliðar og látið hvíla í að minnsta kosti fimm mínútur áðu en hún er skorin. 
Setjið á hoisin- og plómusósublönduna á vefjur og rúllið upp með sneiðum af andabringu, agúrku og vorlauk. Rúllið þétt. Setjið aftur á grillið til að hita vefjuna. Skerið á ská og framreiðið með auka sósu á kantinum og kannski smá ferskum kóríander.
 
Hvítlaukssmjör á humar
 
Humarhalar eru eitt allra besta hráefni til matargerðar og kannski bara spari. En í þessari uppskrift skal ég sýna þér hversu auðvelt það er að elda og njóta ljúffengs grillaðs humars  með hvítlaukssmjöri.  Þetta er  einföld en frábær uppskrift, sem þarf ekki að breyta.
  • 8 miðlungs humarhalar, klofnir með hníf og görnin tekin úr.
  • 50 g ósaltað smjör
  • Tvær matskeiðar af saxaðri steinselju
  • 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • Salt og pipar
  • Safi úr sítrónu
  • Svo er gott að setja smá brauðrasp og 1 eggjarauðu til að halda smjörinu á humr­inum við eldun.
  • Gott salat og nýbakað brauð til að hreinsa diskinn með

Hörpudiskur  „Ceviche“
  • 500 g lítil hörpuskel – helst íslensk úr Breiðafirði  
  • 1 stórt rautt greipaldin, börkurinn flysj­aður af og ávöxturinn skorinn í bita
  • Safi úr einni límónu (um 1/4 bolli)
  • 1/2 rauðlaukur, sneiddur 
  • 1 msk fínt saxað jalapeno (eða chili-mauk)
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/4 tsk. ferskur malaður pipar
  • 2 matskeiðar saxað ferskt kóríander
  • 1 meðalstór avókadó, skrælt og skorið í bita
Skolið hörpudiskinn í köldu vatni og sigtið. Geymið í kæli.
 
Setjið greipaldinbita í skál. Kreistið safa af límónu og bætið í skálina. Hrærið saman við rauðlauknum, jalapeno og kryddið með salti og pipar. Bætið hörpudisk í blönduna,  hrærið saman og geymið í kæli í að minnsta kosti tvær klukkustundir, en ekki lengur en fjórar klukkustundir. Rétt áður en stendur til að framreiða, er kóríander hrært saman við (sumir vilja setja smá gasloga á fiskinn svo hann sé hálfeldaður).
Berið fram í glerskálum eða á smjörpappír. Toppað með avókadó.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...