Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mjólkursýni úr breskum mjólkurkúm.
Mjólkursýni úr breskum mjólkurkúm.
Í deiglunni 12. apríl 2023

Áhrif fóðurs á innihald mjólkur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ásta Heiðrún Pétursdóttir, starfsmaður Matís, hefur undanfarin misseri unnið við að skoða mjólkursýni úr verslunum í Bretlandi í þeim tilgangi að mæla steinefni og snefilefni og setja í samhengi við fóðrun kúa og árstíðir.

Ásta Heiðrún Pétursdóttir starfsmaður Matís.

Joðmagn reyndist vera í mun minna mæli að sumarlagi og sink einnig – sem Ásta telur að geti verið áhyggjuefni varðandi þörf barna fyrir þessi steinefni.

Heiti verkefnisins er Samband fóðurs og árstíðabundinna sveiflna á næringarinnihaldi mjólkur. Mjólkursýni voru tekin úr búðum í Bretlandi í heilt ár – bæði lífræn mjólk og hefðbundin – og mjólkin rannsökuð með tilliti til steinefna og snefilefna. Markmiðið var að sjá hvort það væru árstíðabundnar breytingar, sem gætu meðal annars orsakast af því að samsetning fóðurs er mismunandi eftir árstíðum. Að sögn Ástu eru niðurstöðurnar svo skoðaðar með næringarþarfir neytenda í huga, en taka þarf tillit til að næringarþarfir mismunandi samfélagshópa geta verið breytilegar.

Joðstyrkurinn lægri yfir sumarmánuðina

„Niðurstöðurnar sýndu að mjólk er góð uppspretta kalks, fosfórs og joðs þvert yfir samfélagshópa. Mjólk var einnig góður gjafi kalíums, magnesíums og sinks fyrir börn. Ekki reyndist mikill munur á steinefnum eftir því hvort um var að ræða hefðbundna eða lífræna mjólk. Mest áhrif voru vegna árstíðar. Rannsóknin sýndi að neysla sumarmjólkur myndi hafa veruleg áhrif á neyslu joðs hjá öllum neytendum – en joðstyrkurinn var lægri yfir sumarmánuðina.

Hér gat munað miklu en í stað þess að börn fengju um 80-160 prósent af ráðlögðum dagskammti að vetri, þá myndu þau fá einungis um 16-34 prósent að sumri þegar borinn var saman munur á hæsta og lægsta styrk. Einnig fengju börn minna sink yfir sumarmánuðina. Áhrifin voru minni fyrir aðra aldurshópa.“

Niðurstöður birtar í ritrýndu tímariti

Að sögn Ástu er mjólk ein helsta uppspretta steinefna í mataræði fólks og þar sem að árstíð og framleiðsluaðferð mjólkur virðist geta haft áhrif á styrk steinefna, getur þessi breytileiki haft áhrif á magn steinefna sem neytendur fá í sínu mataræði. „Þær rannsóknir sem áður voru birtar gáfu niðurstöður um ýmist mjög fá stein- eða snefilefni, en gáfu ekki heildarmynd. Þá voru einungis tekin sýni í einstökum mánuðum en ekki yfir allt árið. Þessi rannsókn var því mjög heildstæð og unnin úr gögnum frá um 500 sýnum sem tekin voru yfir heilt ár. Fyrri rannsóknir hafa einmitt sýnt að fóður hefur áhrif á innihald mjólkur, en ekki var nógu skýrt hver þessi breytileiki væri yfir árið, eða hvort hann gæti haft áhrif á neytendur.

Það þarf að skoða sérstaklega fyrir þá hópa sem eru í áhættu að vera með joðskort hvort gera þurfi ráðstafanir yfir sumarmánuðina, til dæmis óléttar konur eða þær sem eru með barn á brjósti. Einnig mætti skoða að gefa joð sérstaklega sem hluta af fóðri kúa yfir sumarmánuðina.

Taka skal þó fram að þessar niðurstöður miða við breskar kýr. Ekki er ljóst hver staðan er hérlendis. Það má þó leiða að því líkur að árstíð hafi einnig áhrif á efnainnihald mjólkur á Íslandi. Joðneysla hefur verið að minnka á heimsvísu og líka hérlendis. Joðskortur er farinn að vera vandamál á Íslandi,“ segir Ásta.

Verkefnið var styrkt af EIT Food og unnið í samstarfi með Háskólanum í Reading. Niðurstöðurnar verða að sögn Ástu birtar í ritrýndu tímariti mjög fljótlega.

Skylt efni: efnainnihald mjólkur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...