Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Myndin af námskeiði sem boðið er upp á fyrir matvælaframleiðendur á Norðurlandi vestra.
Myndin af námskeiði sem boðið er upp á fyrir matvælaframleiðendur á Norðurlandi vestra.
Mynd / Vörusmiðjan
Fréttir 15. mars 2021

Áframhaldandi stuðningur við smáframleiðendur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra og Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd hafa gengið frá samstarfssamningi um áhersluverkefnið Matvælasvæðið Norðurland vestra. Verkefnið lýtur að áframhaldandi stuðningi við smáframleiðendur á starfssvæði samtakanna og er unnið í nánu samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra.

Meðal þátta verkefnisins eru stuðningur við ýmiss konar námskeiðahald fyrir smáframleiðendur, sölubíl smáframleiðenda og vefverslun Vörusmiðjunnar. Einnig fellur undir verkefnið kynnisferð til Eldrimmer í Svíþjóð en það svæði er framarlega hvað full- og heimavinnslu varðar.

Þetta er í þriðja skiptið sem áhersluverkefni hafa verið skilgreind sérstaklega til að styðja við smáframleiðendur á starfssvæði SSNV. Slík verkefni hafa skýra skírskotun í sóknaráætlun landshlutans þar sem áhersla er lögð á fullvinnslu, sölu beint frá býli, virðisaukningu heima í héraði og stuðning við smáframleiðendur.

Vörusmiðjan heldur úti sölubíl smáframleiðenda sem fer um Norðurland vestra í reglubundnum ferðum samkvæmt leiðakerfi sem auðveldar íbúum að nálgast vörur framleiddar í héraði.

Býður upp á vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur

Vörusmiðja BioPol er vottað vinnslu­­rými fyrir smáframleiðendur sem staðsett er á Skaga­strönd. Þar hafa framleiðendur matvæla aðgang að aðstöðu til þróunar, nýsköpunar og framleiðslu á náttúrulegum mat- og heilsuvörum. Allur aðbúnaður í Vörusmiðjunni uppfyllir kröfur um öryggi framleiðenda og heilnæmi framleiðsluvörunnar og er þar aðgengi að tækjum og tólum til framleiðslunnar auk stuðnings við þróun, markaðssetningu og sölu. Á heimasíðu Vörusmiðjunnar er vefverslun þar sem framleiðsluvörur smáframleiðendanna eru til sölu.

Einnig heldur Vörusmiðjan úti sölubíl smáframleiðenda sem fer um Norðurland vestra í reglubundnum ferðum samkvæmt leiðakerfi sem auðveldar íbúum að nálgast vörur framleiddar í héraði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...