Skörðungur frá Skarðaborg, fyrsti sæðingahrútur með arfhreint T137 – auk þess úrvalshrútur með 90,5 stig
Skörðungur frá Skarðaborg, fyrsti sæðingahrútur með arfhreint T137 – auk þess úrvalshrútur með 90,5 stig
Mynd / Bjarki Sigurðsson
Á faglegum nótum 16. desember 2025

Af hverju er T137 betra?

Höfundur: Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi og meðlimur í alþjóðlega rannsóknarhópnum um riðuveiki á Íslandi.

Fengitíminn er að byrja og a.m.k. allir sem ætla að nota sæði hafa enn þá val um hvaða breytileika/ arfgerðir þeir vilja fá inn í stofninn hjá sér. Þá er gott að hafa nokkrar staðreyndir í huga – staðreyndir sem byggja á nýjustu rannsóknum. Það hefur ýmislegt gerst síðustu árin sem er enn ekki öllum ljóst.

Litaflokkun breytileika á að auðvelda bændum að skilja hvernig breytileikarnir virka. Þegar þolræktun byrjaði var hún til mikils gagns, en í dag – eftir ýmiss konar rannsóknir – er þessi flokkun ekki nógu nákvæm:

  • Rautt (V136) og gult (ARQ) er í rauninni bæði rautt eða bæði gult, það fer eftir riðustofni hvort þeirra er næmara.
  • Blátt (N138) er talsvert minna næmt en rautt eða gult, en í reglugerðum er blái breytileikinn samt flokkaður eins og þeir.
  • Ljósgrænir eru jafnvel þrír breytileikar (T137, C151 og H154) og þeir eru það misjafnir að betra væri að hafa þá hvern fyrir sig.
  • Dökkgrænn er eingöngu einn breytileiki í dag (R171), en alþjóðlega riðusérfræðingateymið ráðleggur að þeir verði tveir (T137 ætti að bætast við).

Einblínum hér á ljósgrænu breytileikana – því nærri allir sæðingahrútar í vetur búa yfir „einhverju grænu“, sem er mjög áhugaverð þróun. Samkvæmt stöðu þekkingar í dag er talsverður munur á þessum þremur. Ef um keppni væri að ræða (sem er reyndar góð líking, því allir ættu að keppast við að fá sem besta vörn á sem breiðasta erfðagrunni), væri röðin þeirra nokkuð skýr: H154 í 3. sæti, C151 í 2. sæti og T137 í 1. sæti. Skoðum þetta betur:

3. sæti: H154 = AHQ

Kostir:

  • Var talið „verndandi“ áður fyrr í nokkur ár.
  • Hámarktækar tölur varðandi sterka mótstöðu úr íslenskum samanburðarrannsóknum.
  • Virðist búa yfir afar sterkri vörn í arfgerðinni N138/H154.
  • Hefur verið ræktað með góðum árangri á þónokkrum búum áður en rannsóknirnar byrjuðu.
  • Þess vegna tiltölulega algengt í stofninum, mjög breiður erfðagrunnur.
  • Líklega eini græni breytileikinn sem forystufé býr yfir frá náttúrunnar hendi.

Gallar:

  • Hefur fundist í riðujákvæðum gripum – örfáum á Íslandi, en talsvert fleirum í útlöndum, þar líka arfhreinum.
  • Getur smitast í eitlunum (ólíkt R171 eða T137) -> riðujákvæðir gripir smita frá sér.
  • Bráðabirgðaniðurstöður úr PMCA-næmisprófum benda til þess að einnig á Íslandi sé til riðustofn sem getur smitað arfhreint H154.
  • Er líklegra að þróa NOR98 (atýpiska/afbrigðilega riðu, ekki smitandi) en villigerðin ARQ.

2. sæti: C151

Kostir:

  • Marktækar tölur varðandi sterka mótstöðu úr íslenskum samanburðarrannsóknum.
  • Hefur bara einu sinni fundist í mögulega riðujákvæðum grip með arfgerðina V136/C151 (ekki víst að gripurinn hafi virkilega verið jákvæður).
  • Kemur vel út í öllum PMCAnæmisprófum með smitsýnum bæði frá Norður-, Austur- og Suðurlandi og frá útlöndum.
  • Fyrstu niðurstöður úr fullorðnum gripum frá riðubæ lofa góðu (einnig eitlar neikvæðir).
  • Sæðingahrútarnir Bolli (kollóttur) og Mávur (hyrndur) voru með breytileikann fyrir þónokkrum árum, einnig Húnn frá Hesti, C151 finnst því víða í stofninum þrátt fyrir lága tíðni (breiður erfðagrunnur).

Gallar:

  • Tiltölulega lítið rannsakað, umfangsmiklar rannsóknir eingöngu á Íslandi (ein samanburðarrannsókn í Noregi).

1. sæti: T137

Kostir:

  • Formlegt álit alþjóðlega „ScIce“-rannsóknarteymisins liggur fyrir þar sem mælt er með T137 samhliða R171.
  • Mikið rannsakað á mjög fjölbreyttan hátt; talsvert meira vitað um T137 í dag en vitað var um R171 þegar það var innleitt sem „verndandi“ í ESB.
  • Hámarktækar tölur varðandi sterka mótstöðu úr samanburðarrannsóknum á Ítalíu.
  • Náðist aldrei að smita T137- gripi í smittilraunum.
  • Hefur aldrei fundist í riðujákvæðum gripum, hvorki á Ítalíu (T137 algengt) né á Íslandi eða annars staðar.
  • Umfangsmiklar eitlarannsóknir liggja fyrir – allir eitlar neikvæðir.
  • Ólíkt R171 virðist duga að gripurinn sé arfblendinn (T137/ ARQ); R171 býr hins vegar eingöngu í arfhreinu formi yfir fullri vörn.
  • Kemur mjög vel út í öllum PMCA-næmisprófum með smitsýnum bæði frá Norður-, Austurog Suðurlandi og frá útlöndum.
  • Ólíkt R171 og H154 hefur einnig NOR98 aldrei fundist í T137- gripum.
  • 19 ótengdar uppsprettur þekktar (í samanburði við 3 uppsprettur fyrir R171) -> breiður erfðagrunnur þrátt fyrir lága tíðni.

Gallar:

  • Lág tíðni -> ekki marktækar tölur í samanburðarrannsóknum á Íslandi.

Þessar staðreyndir byggja bæði á rannsóknum, sem alþjóðlegt teymi leiðandi riðusérfræðinga hefur framkvæmt á Íslandi síðan 2021 (verkefnið „ScIce“), og umfangsmiklum rannsóknum erlendis. Þetta teymi er – ólíkt innlendum aðilum – ekki háð neinum stofnunum, fyrirtækjum eða bændum og verður því að teljast hlutlaust. Þess vegna er óhætt að bændur nýti sér þessa þekkingu við val sæðingahrúta.

Fleiri upplýsingar finnast á heimasíðunni riduvarnir.is eða ridaneitakk.net (sama heimasíða; einkaframtak undirritaðar), sérstaklega á undirsíðunni ridaneitakk.net/t137

_________________

Sæðingahrútar 2025/26 með T137

Skörðungur frá Skarðaborg: T137/T137, hyrndur

  • öll lömb undan honum verða með T137
  • Austri frá Stóru-Hámundarstöðum er FFF, MFFF og MFMF
  • „holdahnaus í fremstu röð“ með 90,5 stig
  • best fyrir alla sem eru enn með lágt T137-hlutfall í hjörðinni eða með T137-gripi sem eru ekki tengdir Austra

Jarl frá Lóni 2: T137/ARQ, hyrndur

  • að meðaltali verða 50% afkvæmanna með T137 
  • kominn með reynslu sem lambafaðir
  • Austri frá Stóru-Hámundarstöðum er afi hans
  • hentar á T137-ær sem eru ekki tengdir Austra

Hrókur frá Brúnastöðum: T137/ARQ, hyrndur

  • að meðaltali verða 50% afkvæmanna með T137
  • kom á stöð 2024 og skilaði framúrskarandi góðum árangri
  • Austri frá Stóru-Hámundarstöðum er afi hans
  • hentar á T137-ær sem eru ekki tengdir Austra

Mörður frá Möðruvöllum: T137/ARQ, kollóttur

  • að meðaltali verða 50% afkvæmanna með T137
  • „ákaflega jafn- og breiðvaxinn og prýðilega gerður“ með 87,5 stig
  • Möðruvellir eru ótengd T137-uppsprettuhjörð -> alveg ótengd Austra
  • hentar á allar ær nema undan Fastus frá Möðruvöllum (FF)
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Af hverju er T137 betra?
16. desember 2025

Af hverju er T137 betra?

Ekki gripið í tómt
16. desember 2025

Ekki gripið í tómt

Svínaskanki að þýskum sið
16. desember 2025

Svínaskanki að þýskum sið

Fiskur sem ekki má veiða
30. apríl 2018

Fiskur sem ekki má veiða

KR-ingar efstir
16. desember 2025

KR-ingar efstir