Hopun og bráðnun jökla sýnir áhrif loftslagsbreytinga sem aðlögunaráætlun stjórnvalda miðar að.
Hopun og bráðnun jökla sýnir áhrif loftslagsbreytinga sem aðlögunaráætlun stjórnvalda miðar að.
Mynd / Pixabay
Fréttir 18. desember 2025

Aðlögunaráætlun tekur gildi 2026

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ísland hefur birt fyrstu aðlögunaráætlun stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreytinga, sem tekur til tímabilsins 2026–2030 og felur í sér 60 aðgerðir til að styrkja seiglu samfélags og innviða.

Íslensk stjórnvöld hafa kynnt fyrstu aðlögunaráætlun landsins vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Áætlunin, sem er aðgengileg á vefnum CO2.is, miðar að því að draga úr loftslagstengdri áhættu og auka seiglu samfélags og vistkerfa. Hún tekur til tímabilsins 2026-2030 og er sögð tímabær í ljósi þess að loftslagsbreytingar hafa þegar áhrif á íslenskt samfélag og náttúru.

Áætlunin byggir á fjórum meginþáttum: umhverfi, velsæld, innviðum og þverlægum verkefnum. Þar er lögð áhersla á vöktun, viðbrögð og mat á áhrifum loftslagsbreytinga á náttúru, samfélag og innviði. Meðal áhættuþátta eru aukin tíðni öfgakenndra veðuratburða, hopun jökla, hækkandi sjávarstaða, hlýnun og súrnun sjávar, auk kerfislægrar áhættu sem tengist aðfangakeðjum og mögulegum breytingum á hafstraumum.

Í heildina felur áætlunin í sér 60 aðgerðir. Af þeim eru 23 þegar hafnar, 19 í útfærslu hjá ráðuneytum og stofnunum og 18 til viðbótar verða greindar og kostnaðarmetnar. Sex verkefni njóta sérstaks forgangs: aðlögun samgönguinnviða, efling loftslagsþjónustu, gerð viðkvæmniog áhættumats, vöktun íslenskrar náttúru, viðbrögð við breytingum á náttúrufari og aukið bolmagn sveitarstjórna.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, segir að loftslagsbreytingar séu ekki framtíðarvandi heldur nútímaveruleiki sem krefjist aðgerða. Hann undirstrikar að Ísland sé ekki í skjóli og þurfi að laga samfélag og innviði að þeim breytingum sem þegar eru hafnar, samhliða alþjóðlegum aðgerðum til að draga úr losun.

Áætlunin gerir ráð fyrir reglubundnu mati á árangri aðgerða, og fyrsta skýrsla verkefnisstjórnar loftslagsaðgerða verður birt árið 2026.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...