Sigurvegarar í Þorsteinsmótinu.
Sigurvegarar í Þorsteinsmótinu.
Líf og starf 15. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga geim í spili dagsins á Þorsteinsmótinu glæsilega sem fór fram í Logalandi í Borgarfirði fyrir skömmu.

Þar sem Aðalsteinn Jörgensen sat í NS með Svölu Kristínu Pálsdóttur, en þau eru ekki bara par við briddsborðið heldur einnig í persónulega lífinu og unnu mótið með miklum yfirburðum, gengu sagnir þannig: 1 spaði-2nt-3spaðar-4 lauf-4-tíglar-4 hjörtu-4nt5hjörtu-5nt-6 tíglar-6 spaðar.

2nt lofuðu góðum spaðastuðningi og spurðu um styrk opnunarhandar. 3 spaðar lofuðu góðri hendi og stuttum tígli, 4 lauf var fyrirstaða, 4 tíglir fyrirstaða, 4 hjörtu fyrirstaða.

Eftir svar við spurningu um fjölda lykilspila, var gefin 5nt alslemmuáskorun.

Sex tígla sögnin hélt alslemmunni opinni en enn gat verið tapslagur á hjarta. Austur missti af „last train“ áskorun í alslemmu, að melda 6 hjörtu eftir 6 tígla svarið. Sú sögn ætti að kanna gæði fyrrnefndrar hjartafyrirstöðunnar en sagnhafi, sá sem hér skrifar, missti af gullnu tækifæri.

Alslemman er nánast 100%. Vitað var að engin lykilspil vantaði og ekki verra að svarhöndin eigi 5. spaðann. 7 spaðar hefðu legið á borðinu ef síðasta lestin hefði verið ræst á teinunum. Alltaf gaman að velta fyrir sér hvernig bæta má slemmutæknina – ekki satt? Jafnt til sjávar og sveita.

Skylt efni: bridds

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f