Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
 Hér má sjá félagskonur í Félagi eldri borgara Eyjafjarðarsveitar. Sitjandi er Guðrún Finnsdóttir, Elísabet Skarphéðinsdóttir, Helga Björg Haraldsdóttir, Hanna Jóhannedóttir og Sveinbjörg Helgadóttir. Þær stöllur eru staddar uppi á Helguhóli við Grund í Eyjafirði í einni af gönguferðum félagsmanna.
Hér má sjá félagskonur í Félagi eldri borgara Eyjafjarðarsveitar. Sitjandi er Guðrún Finnsdóttir, Elísabet Skarphéðinsdóttir, Helga Björg Haraldsdóttir, Hanna Jóhannedóttir og Sveinbjörg Helgadóttir. Þær stöllur eru staddar uppi á Helguhóli við Grund í Eyjafirði í einni af gönguferðum félagsmanna.
Líf og starf 26. janúar 2023

Að eldast með reisn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Öll skulum við ganga með sæmd og veita öðrum af visku okkar svo lengi sem við drögum andann.

Svo hljóðar fyrsta málsgrein reglugerðar indjánaættflokks nokkurs sem búsettur er í Washington-ríki Bandaríkjanna. Að bera höfuðið hátt og finna lífi sínu tilgang á jafnt við á öllum æviskeiðum eins og kemur fram á vefsíðu Landlæknisembættisins og skal ekki gleyma því að leggja áherslu á þau lífsgæði – og tækifæri er fylgja efri árum.

Samkvæmt Dýrleifu Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, er orðasambandið eldri borgari oft og tíðum bendlað við minnkandi virkni sem þjóðfélagsþegn, auk þess sem þeir lenda í því að vel dregur úr réttindum þeirra.

Dýrleif bendir á að alls telji höfuð- borgarbúar, sextíu ára og eldri, um 26 þúsund og því brýn nauðsyn til þess að standa keikur í hagsmunabaráttunni, en með samvinnu félaga eldri borgara á landsvísu við Landssamband eldri borgara njóta þau baráttumál töluverðs velfarnaðar.

Kemur fram að auk hagsmuna og kjara gætir samþættrar félags- og heilbrigðisþjónustu auk þess sem leitast er við að eldri borgarar njóti öflugs félagslífs. Telur sitjandi formaður Landssambandsins árið sem nú er í startholunum lofa góðu og mikið verði um að vera á öllum sviðum.

Sjá nánar á bls. 7 og 26–27 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f