Áætlun um endurnýjun
Utan úr heimi 30. desember 2025

Áætlun um endurnýjun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Evrópusambandið hefur kynnt nýja áætlun til að laða fleiri unga bændur að landbúnaði og tryggja kynslóðaskipti í greininni.

Aðeins 12% bænda innan ESB eru yngri en 40 ára og meðalaldur er 57 ár, sem framkvæmdastjórn ESB varar við að geti ógnað fæðuöryggi, að því er kemur fram í frétt Euronews.

Áætlunin, sem kynnt var 21. október, miðar að því að tvöfalda hlutfall ungra bænda í Evrópu fyrir árið 2040, úr 12% í 24%. Til að ná þessu markmiði hyggst framkvæmdastjórnin innleiða „startpakka“ í næstu sameiginlegu landbúnaðarstefnu (CAP), sem gæti veitt allt að 300.000 evrur í stuðning til nýrra bænda. Auk þess er lagt til að aðildarríki verji að minnsta kosti 6% af landbúnaðarútgjöldum sínum í aðgerðir sem styðji unga bændur.

Fram kemur m.a. að önnur úrræði felist t.d. í því að opna Erasmus-áætlunina fyrir unga frumkvöðla í landbúnaði, stofna evrópska landbúnaðarlandsskrá til að auðvelda aðgang að ræktarlandi og koma í veg fyrir landspákaupmennsku. Þá á að bjóða afleysingaþjónustu sem geti leyst bændur af hólmi í veikindum eða fríum, þjónustu sem þegar er til í Belgíu.

Euronews vitnar í belgíska bóndann Matteo Godfriaux, 23 ára, sem segir að „þegar þú ert 23 ára og vilt taka við búi, þá held ég ekki að bankinn láni þér 1 til 1,5 milljón evra“. Hann bendir einnig á að land sé dýrt: „Við erum að tala um hektara á 100.000 evrur til að framleiða korn fyrir 150 evrur tonnið.“ Framkvæmdastjórnin segir að þessi áætlun sé „lykilskref til að tryggja framtíð landbúnaðar í Evrópu“ og bregðast við hættu á skorti á nýliðun í bændastétt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...