Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vöktun hafin um allan heim til að tryggja fæðuöryggi
Fréttir 4. apríl 2016

Vöktun hafin um allan heim til að tryggja fæðuöryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hópur um­hverfisvöktunar á jörðinni (The Group on Earth Observations) hafa kynnt gangsetningu forvarnarvöktunar (Early Warning Crop Monitor). Er því ætlað að berjast fyrir fæðuöryggi á jörðinni. Var þetta tilkynnt þegar fulltrúar helstu iðnríkja heims héldu fund GEO 36 í Genf 8.–9. mars.
 
Vöktunarkerfið er þróað af alheims land­búnaðar­vökt­uninni „GEO Global Agricultural Monitoring Initiative (GEOGLAM)“. Er það stutt af landbúnaðarráðherrum G-20 ríkjanna. Mun uppskeruvöktunin „Early Warning Crop Monitor (ECWM)“ veita upplýsingar inn í kerfið af stöðu uppskeru í heiminum. Einnig veita upplýsingar um ef hætta er á fæðuóöryggi í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Mið-Austurlöndum sem og í Mið- og Suðaustur-Asíu. Samkvæmt frétt ECWM í byrjun mars er víða hætta á miklum þurrkum og uppskerubresti vegna El Niño. Á það bæði við ríki í Suðaustur-Asíu og enn frekar í sunnanverðri Afríku. 
 
Mun Early Warning Crop Monitor ásamt GEOGLAM Crop Monitor annast eftirlit fyrir upplýsingaþjónustu landbúnaðarvörumarkaðarins (AMIS). Verður stöðugt fylgst með stöðu landbúnaðarmála og uppskeru í 124 löndum. Það spannar yfir 94% af öllu ræktarlandi heims. UM 40 stofnanir og samtök á heimsvísu munu styðja við þessa framkvæmd, en gefnar verða út mánaðarlegar úttektir.  

Skylt efni: fæðuöryggi | GEO

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...