Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verð á kjarnfóðri lækkar
Mynd / smh
Fréttir 5. september 2016

Verð á kjarnfóðri lækkar

Höfundur: smh

Lífland lækkaði verð á kjarnfóðri 1. september síðastliðinn um 2%. Um leið lækkaði verð á helstu hráefnum, mismikið eftir tegundum. Í kjölfarið lækkaði Fóðurblandan verð á sínu kjarnfóðri um sömu prósentutölu.

Í tilkynningu frá fóðurfyrirtækjunum kemur fram að lækkanirnar séu í samræmi við gengisþróun og lækkun á hráefnaverði á heimsmarkaði.

Jóhannes Baldvin Jónsson forstöðumaður landbúnaðarsviðs Líflands, segir nánast samfellda lækkun hafa verið á fóðurverði hjá þeim frá því í byrjun árs 2013.  „Verð hjá okkur hefur lækkað í samræmi við verðþróun allt þar til núna síðsumars þegar verðhækkun varð, vegna hækkunar á sojamjöli.  Við kaupum hráefni til fóðurgerðar að langmestu leyti frá löndum sem eru með evru. Soja er það hráefni sem hefur einna mest áhrif á verðþróun fóðurs. Maís og hveiti eru einnig stórir þættir í kjarnfóðurgerð,“ segir Jóhannes.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...