Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vanfóðraðar kindur aflífaðar
Mynd / BBL
Fréttir 16. apríl 2018

Vanfóðraðar kindur aflífaðar

Matvælastofnun hefur svipt sauðfjárbónda á Austurlandi hluta fjár hans og látið aflífa 58 kindur. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að féð hafi verið illa á sig komið vegna vannæringar og ekki hugað líf.

Í tilkynningunni segir ennfremur að undanfarin ár hafi Matvælastofnun ítrekað haft afskipti af búskap bóndans sökum margvíslegrar vanhirðu. Í vetur hafi náið eftirlit verið haft með býlinu. 

„Við eftirlit stofnunarinnar í mars höfðu kröfur stofnunarinnar um úrbætur ekki verið virtar og ástand versnað. Þriðjungur fjárins sem var holdastigað reyndist vannærður (holdastig 1,5 eða neðar af 5 á holdastigunarkvarða en 2-4 telst viðunandi eða gott). Ástæða vannæringar er vanfóðrun og léleg heygæði. Ljóst var að margar kindur höfðu orðið fyrir varanlegum skaða og að þeim yrði ekki bjargað.

Við mat á niðurstöðum holdastigunar þarf að taka tillit til aldurs, meðgöngu og árstíma. Á þessum árstíma eru ær á síðari hluta meðgöngu, fóstrin taka mikið til sín og því er fóðurþörf mikil og ekki síst eftir burð til að framleiða mjólk. Af þessum ástæðum kemur vannæring hratt fram og erfitt að snúa þeirri þróun við.

Áfram verður unnið að úrbótum fyrir féð sem eftir lifir á bænum og eru frekari aðgerðir fyrirhugaðar síðar í mánuðinum með það að markmiði að tryggja velferð fjárins eins og kostur er,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f