Vonir hafa vaknað um að auka megi seltuþol uppskeru. Japanskir vísindamenn hafa uppgötvað gen sem gegnir lykilhlutverki í aðlögun plantna að saltstreitu.
Vonir hafa vaknað um að auka megi seltuþol uppskeru. Japanskir vísindamenn hafa uppgötvað gen sem gegnir lykilhlutverki í aðlögun plantna að saltstreitu.
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 30. desember 2025

Væntingar um að auka megi seltuþol plantna verulega

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vísindamenn hafa fundið lykilprótein sem gæti gert plöntur mun saltþolnari og bjargað uppskerum í framtíðinni.

Ný rannsókn vísindamanna við Waseda-háskólann í Japan sýnir að mótorpróteinið myosin XI-1 gegnir lykilhlutverki í aðlögun plantna að saltstreitu. Rannsóknin var birt í Plant & Cell Physiology seint í haust.

Jarðvegssöltun er ein helsta áskorun landbúnaðar í heiminum. Hún dregur úr vexti og framleiðni plantna og veldur eituráhrifum, oxunarálagi og osmótískri streitu. Hár styrkur natríumjóna (Na⁺) skaðar próteinsmíði, ljóstillífun og næringarjafnvægi, sem leiðir til langvarandi skemmda og minni uppskeru. Því er mikilvægt að skilja sameinda-mekanisma sem gera plöntum kleift að þola slíkar aðstæður.

Hingað til hefur hlutverk myosin XI-próteina í saltþoli verið lítt þekkt og var rannsóknin skref í þá átt að skilja þetta hlutverk betur.

„Verkefnið var drifið áfram af spurningunni hvernig plöntur halda frumubyggingu við öfgafullar aðstæður,“ sagði Liu í samtali við Eureka Alert. „Niðurstöðurnar opna nýja leið til að þróa saltþolnar tegundir sem henta jarðvegi með háu saltinnihaldi,“ sagði hann einnig.

Rannsóknin sýnir að myosin XI-1 er efnilegt fyrir erfðatækni og ræktunarverkefni. Með því að nýta þessa þekkingu mætti þróa plöntur sem standast jarðvegssöltun „Þetta er skref í átt að sjálfbærum landbúnaði í heimi sem glímir við loftslagsbreytingar,“ sagði Liu.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...