Væntingar um að auka megi seltuþol plantna verulega
Vísindamenn hafa fundið lykilprótein sem gæti gert plöntur mun saltþolnari og bjargað uppskerum í framtíðinni.
Ný rannsókn vísindamanna við Waseda-háskólann í Japan sýnir að mótorpróteinið myosin XI-1 gegnir lykilhlutverki í aðlögun plantna að saltstreitu. Rannsóknin var birt í Plant & Cell Physiology seint í haust.
Jarðvegssöltun er ein helsta áskorun landbúnaðar í heiminum. Hún dregur úr vexti og framleiðni plantna og veldur eituráhrifum, oxunarálagi og osmótískri streitu. Hár styrkur natríumjóna (Na⁺) skaðar próteinsmíði, ljóstillífun og næringarjafnvægi, sem leiðir til langvarandi skemmda og minni uppskeru. Því er mikilvægt að skilja sameinda-mekanisma sem gera plöntum kleift að þola slíkar aðstæður.
Hingað til hefur hlutverk myosin XI-próteina í saltþoli verið lítt þekkt og var rannsóknin skref í þá átt að skilja þetta hlutverk betur.
„Verkefnið var drifið áfram af spurningunni hvernig plöntur halda frumubyggingu við öfgafullar aðstæður,“ sagði Liu í samtali við Eureka Alert. „Niðurstöðurnar opna nýja leið til að þróa saltþolnar tegundir sem henta jarðvegi með háu saltinnihaldi,“ sagði hann einnig.
Rannsóknin sýnir að myosin XI-1 er efnilegt fyrir erfðatækni og ræktunarverkefni. Með því að nýta þessa þekkingu mætti þróa plöntur sem standast jarðvegssöltun „Þetta er skref í átt að sjálfbærum landbúnaði í heimi sem glímir við loftslagsbreytingar,“ sagði Liu.
