Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Árósasamningurinn grundvallast á þremur meginstoðum; aðgengi almennings að upplýsingum, rétti almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum og um aðgang almennings að réttlátri málsmeðferð umhverfismála.
Árósasamningurinn grundvallast á þremur meginstoðum; aðgengi almennings að upplýsingum, rétti almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum og um aðgang almennings að réttlátri málsmeðferð umhverfismála.
Mynd / smh
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda drög að uppfærðri skýrslu um stöðu á innleiðingu Árósasamningsins hér á landi, sem gefur almenningi aðkomu að stjórn umhverfismála.

Árósasamningurinn var innleiddur hér á landi í lög árið 2011, en hann er í stöðugri endurskoðun. Hann á rætur sínar í samningi sem 35 ríki undirrituðu í Árósum í Danmörku árið 1998 – og þar á meðal Ísland – og er talinn vera einn mikilvægasti alþjóðlegi samningurinn þegar kemur að þátttökulýðræði í umhverfismálum. Hann er bæði lagalega bindandi og hefur sett siðferðileg viðmið – og hefur haft víðtæk áhrif á stefnumótun og lagasetningu í umhverfismálum í Evrópu.

Samningurinn grundvallast á þremur meginstoðum; aðgengi almennings að upplýsingum og í hvaða tilvikum megi hafna beiðni um aðgang að þeim, rétti almennings til þátttöku í málsmeðferð þegar undirbúnar eru ákvarðanir af hálfu stjórnvalda í umhverfismálum og aðgengi almennings að réttlátri málsmeðferð umhverfismála.

Fjórða stöðuskýrslan

Skýrslan verður fjórða stöðuskýrsla Íslands um innleiðingu samningsins. Í tilkynningu umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytisins kemur fram að hún verði unnin í samráði við umhverfisverndarsamtök og taki ráðuneytið einnig við öllum ábendingum frá almenningi um efni hennar.

Í drögum að uppfærðri stöðuskýrslu Íslands um Árósasamninginn er fjallað um ýmis málefni sem lúta að réttindum almennings í umhverfismálum.

Meðal helstu mála má nefna aðgengi að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatökuferlum, rétt almennings og félagasamtaka til að leita réttar síns, sem og viðbrögð við gagnrýni vegna tímabundinna leyfa í fiskeldi. Þá er fjallað um stuðning við umhverfissamtök, hlutdeild þeirra í stefnumótun, og áframhaldandi vinnu við að styrkja upplýsingagjöf og framkvæmd samningsins í heild.

Í umfjöllun ráðuneytisins um uppfærsluna segir að auk aðildarríkjaráðstefnu sem og ríkjafundum sem haldnir eru árlega á vettvangi samningsins, séu reknir vinnuhópar um helstu málefni samningsins.

Aðildarríkjum ber að skila aðildarríkjaskýrslu til skrifstofu samningsins á fjögurra ára fresti þar sem farið er yfir stöðu innleiðingarákvæða samningsins í viðkomandi ríki og eru skýrslurnar teknar til umræðu á næstu aðildaríkjaráðstefnu samningsins. Mikilvægt er að öll sjónarmið komi fram í skýrslunni sem nú er unnið að, bæði sjónarmið stjórnvalda, almennings og félagasamtaka sem nýta sér þann rétt sem aðild að samningnum veitir.

Tekið verður við athugasemdum og ábendingum í Samráðsgáttinni til og með 30. júní næstkomandi.

Skylt efni: Árósasamningurinn

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f