Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Um 588 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti
Fréttir 25. september 2014

Um 588 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti

Höfundur: smh

Fé kemur nokkuð vænt af fjalli þetta haustið og fallþungi í flestum tilfellum meiri en í fyrra.

Þannig er hann 0,1 kg meiri nú en á sama tíma í fyrra hjá Sláturfélagi Suðurlands, en heilu kílói meiri hjá Fjallalambi – svo dæmi séu tekin.

Skrokkafjöldi er svipaður á milli ára og sömuleiðis magnið sem fer í heimtöku, þótt á heildina litið fari það magn vaxandi sem bændur taka heim.

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Norðlenska munu hvort um sig slátra nálægt 115 þúsund fjár þetta haustið.

Reynir Eiríksson, framleiðslu­stjóri hjá Norðlenska, segir að á síðasta ári hafi fjöldinn verið 114.600 og honum sýnist það verði aðeins fleira nú en í fyrra.

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, telur að sláturfjöldinn verði um 105 þúsund á þessari vertíð – sem er svipað magn og í fyrra.

Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH, segir að sambærilegum fjölda verði nú slátrað og á undanförnum árum, eða um 100 þúsund fjár.

Magnús Freyr Jónsson, forstöðumaður Sláturhúss KVH á Hvammstanga, telur svipuðum fjölda verða slátrað nú og á síðasta hausti, eða um 91 þúsund.

Hjá Birni Víkingi Björnssyni, framkvæmdastjóra Fjallalambs, fengust þær upplýsingar að dilkar væru þar mjög vænir og vel á sig komnir. Slátrað verður um 30 þúsund fjár hjá Fjallalambi, sem er örlítil fækkun frá því í fyrra.

Skúli Þórðarson, sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vopnfirðinga, segir að slátrað verði 32 þúsund fjár, en það er um 1.500 fleira en í fyrra.

– Sjá samantekt á bls. 2 í Bændablaðinu í dag

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...