Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úldið kjöt, litaður fiskur og falskur ostur
Fréttir 27. apríl 2018

Úldið kjöt, litaður fiskur og falskur ostur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hefur komist í ljós að þúsundir tonna af skemmdum matvælum og matvælum með rangar upprunamerkingum er að finna í verslunum og á veitingahúsum í Evrópu og víðar um heim.

Evrópulögreglan, Europol, hefur í samvinnu við Interpol unnið að rannsókn málsins undanfarna mánuði og sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að glæpastafsemi sem felur í sér sölu á skemmdum matvælum fari vaxandi í Evrópu.

Frá því í desember á síðasta ári hefur stafshópur alþjóðalögreglunar rannsakað mál í 67 löndum lagt hönd á 41.000 matvörur í verslunum, á mörkuðum, á flugvöllum, á veitingahúsum og hjá framleiðendum sem ekki standast lágmarkskröfur um gæði eða merkinga og eru taldar hættulegar til neyslu.

Vel á áttunda hundrað manns hafa verið handteknir vegna rannsóknanna.

Noregur er meðal þeirra landa sem hafa mátt þola rannsókn og beinist athyglin þar að auka- og litarefnum í túnfiski. Í mörgum sýnum reyndist magn þeirra efna langt yfir viðmiðunarmörkum.

Víða fannst kjöt til sölu sem var komið vel yfir síðasta leyfilega söludag og jafnvel farið að slá í og kjöt sem ekki var það sem það var sagt vera. Til dæmis hrossakjöt sem selt var sem nautakjöt.

Samkvæmt upplýsingum Europol er um fimm milljón túnfisk máltíða neytt í viku hverri í Evrópu eða um 25 þúsund tonn á ári. Talið er að svik sem tengjast sölu á túnfiski í álfunni jafngildi um 25 milljörðum íslenskra króna á ári.

Dæmi um falska merkinga er ítölsk parmaskinka sem meðal annars er seld á veitingahúsum í Danmörk en framleidd í Danmörku og buffalóaostur sem framleiddur er úr kúamjólk.
 

Skylt efni: Matarskandall

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...