Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Viðja úr holuskógi íslenskrafræða. / Myndir Sigurður Stefán Jónsson.
Viðja úr holuskógi íslenskrafræða. / Myndir Sigurður Stefán Jónsson.
Fréttir 20. maí 2019

Trjáplöntum bjargað úr Holuskógi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tilkynnt var á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í síðustu viku að ríkið væri búið að samþykkja tilboð í að reisa Hús íslenskunnar. Grunnur húss var grafinn 2013 og hefur staðið auður síðan þá og ýmiss konar gróður, þar á meðal trjáplöntur, hafið landnám í holunni.

Þórdís Úlfarsdóttir orðabókarritstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum pottar trjáplöntum.

Af þeim tegundum sem vaxa í grunninum eru dúnurt, arfi, gras og víðir mest áberandi og af einstökum tegundum má nefna augnfró, krossfífil, hóffífil, vætudúnurt, akurarfa, blóðarfa, njóla, baldursbrá og garðamaríustakk. Þar fundust einnig sex trjátegundir, grávíðir, gulvíðir, alaskaösp, birki, reynir og greni.

Búið að taka tilboði í að reisa húsið

Eva María Jónsdóttir, upplýsinga­fulltrúi Árnastofnunar, segir að á ársfundinum 8. maí hafi meðal annars verið tilkynnt um að framkvæmdir við húsið mundu hefjast fljótlega.

„Á fundinum voru kynntar nýjungar í starfi stofnunarinnar og svo skemmtilega vildi til að daginn fyrir fundinn varð ljóst að ríkið væri búið að taka tilboði verktaka til að reisa húsið.“ Eva segir að oft hafi verið talsverð spenna á ársfundunum vegna áralangrar biðstöðu við byggingu hússins. „Að þessu sinni var því raunverulega hægt að gleðjast og fagna þessum tímamótum.“

Stæðileg ösp sem verður flutt á nýjan stað innan borgarlandsins.

Auðlegðin í holunni

„Líkt og aðrar stofnanir er Árnastofnun að reyna að gera starfsemi sína umhverfisvænni og taka græn skref og kolefnisjafna að minnsta kosti vinnuferðir starfsmanna. Okkur þótti því sjálfsagt að nýta þá auðlegð sem hefur myndast í holunni og bjarga eins miklu af trjáplöntum og hægt er og flytja þær annað.
Við tókum því upp rúmlega hundrað plöntur, víði, ösp, greni og birki, og færðum Skógræktarfélagi Reykjavíkur að gjöf og mun félagið sjá um að finna þeim stað innan borgarlandsins.“

Einar Örn Jónsson garðyrkjufræðingur var starfsfólki Stofnunnar Árna Magnússonar til aðstoðar við upptöku á plöntunum.

 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...