Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Tollar á eina grein ekki felldir niður á kostnað annarar
Fréttir 15. apríl 2014

Tollar á eina grein ekki felldir niður á kostnað annarar

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra segir það ofureinföldun að segja að tollar verði afnumdir ef samningaviðræður við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla á búvörum skila árangri. „Við erum fyrst og fremst að ræða um gagnkvæmar niðurfellingar á tollum af ákveðnu magni af ákveðnum landbúnaðarafurðum. Með því myndu íslenskir neytendur fá fjölbreyttari flóru vöruframboðs á Íslandi og íslenskir útflytjendur fengju vaxandi tækifæri til útflutnings á góðum verðum.“
 
Um er að ræða samningaviðræður milli Evrópusambandsins og Íslands sem staðið hafi í all langan tíma og ganga út á að fella niður tolla á hluta innfluttra landbúnaðarafurða. Á móti yrðu tollar á hluta íslenkra landbúnaðarafurða sem fluttar væru út til landa sambandsins felldir niður. „Það má segja að þessar samningaviðræður  hafi hafist vegna óska mjólkur- og kjötiðnaðarins í landinu, fyrir minn tíma í embætti atvinnuvegaráðherra. Í haust var komið ákveðið hökt í þessar viðræður en engu að síður var ákveðið að halda þeim áfram. Nú hefur staðan breyst á þann veg að það sem hefur verið til umræðu er mun hagfelldari samningur fyrir okkur en áður var upp á borðinu, án þess að ég geti farið nánar út í stöðu málsins. Ég vænti þess þó að það séu ekki margir mánuðir í að lokaniðurstaða geti legið fyrir“, segir Sigurður Ingi.
 
Samningaviðræðurnar snúast um mjólkurafurðir og kjöt af flestum tegundum, sem og unnar vörur. Grænmeti er hins vegar ekki undir í þessum samningi að sögn Sigurðar Inga. „Það sem um ræðir eru gagnkvæmar opnanir á tollfrjálsum viðskiptum í ákveðnu magni. Markmið okkar er að gagnkvæmir möguleikar opnist fyrir hverja atvinnugrein innan landbúnaðarins en ekki verði samið um niðurfellingu á tollum innan einnar atvinnugreinar á kostnað annarar. Þetta þýðir að fáist heimildir til að flytja út skyr til dæmis, þá verði opnað á innflutning á öðrum mjólkurafurðum, til dæmis ostum, í staðinn. Hið sama má segja um aðrar greinar landbúnaðar. Samningaviðræðurnar hafa verið á þessum nótum undanfarið, í það minnsta í mun meira mæli en var.“
 
Takist að ljúka samningnum mun líða all nokkur tími þar til hann tekur að fullu gildi, líklega einhver ár. Ljóst er að samningur um gagnkvæm viðskipti af þessu tagi gæti skapað mikil tækifæri í útflutningi á landbúnaðarafurðum, til að mynda skyri sem mikil eftirspurn er eftir úti í Evrópu en vegna hárra tolla hefur ekki verið hagkvæmt að flytja það út í því mæli sem mögulegt væri.
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...