Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þróun bóluefnis á lokametrunum
Fréttir 18. júní 2019

Þróun bóluefnis á lokametrunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sumarexem í hrossum sem seld eru til útlanda er viðvarandi vandamál hjá íslenskum hestum. Exemið er þekkt víða en verst er það þar sem mikið er um mý. Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, segir að vinna við að þróa bóluefnið hafi staðið vel á annan áratug.

„Í dag fær um það bil annað hvert hross sem flutt er út sumarexem og getur það bæði verið vægt eða þá mjög slæmt. Exemið er misjafnt eftir svæðum og mest þar sem mikið er af mýi.“

Ofnæmisviðbrögð hrossa skoðuð

„Þróun bóluefnisins hefur meðal annars falist í því að skoða hvernig ofnæmisviðbrögð hrossa eru og koma fram og hvernig er hægt að láta þau svara áreitinu rétt og framkalla ekki áreiti í húð sem veldur kláða.

Sveinn segir að alveg eins og menn geti hross haft ofnæmi en önnur verið laus við það eða sýnt lítils háttar viðbrögð og unnið svo á þeim. „Í slæmum tilfellum klóra hrossin sig til blóðs og það myndast sár.“

Efnið prófað við raunverulegar aðstæður

„Bóluefnið sem nú á að prófa virðist draga úr kláðanum en endanleg niðurstaða færst ekki fyrr en búið er að prófa efnið á svæði þar sem flugurnar eru algengar.“

Sveinn segir að ef bóluefnið standi undir væntingum verði hross fædd á Íslandi jafnsett íslenskum hrossum sem fædd eru erlendis. „Reyndin er sú að exem er þekkt í öllum hestakynum en í dag fær helmingur hrossa sem flutt eru út exem en einungis 15% af íslenskum hestum sem fæddir eru erlendis.“

Aukin velferð hrossa

„Það er okkar von að bóluefnið eigi eftir að auka vellíðan íslenskra hrossa erlendis og um leið auka möguleikann á að selja íslensk hross til útlanda. Ég tel að við séum komin á alveg nýjan stað í baráttunni við sumarexem í hrossum og nú verður að prófa bóluefnið svo það öðlist endanlega viðurkenningu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, að lokum. 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...