Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Svell hafa legið lengi yfir túnum víða norðanlands
Fréttir 20. mars 2014

Svell hafa legið lengi yfir túnum víða norðanlands

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Eins og gengur er misjafnt hljóð í bændum en þeir eru almennt í góðu jafnvægi og ætla sér ekki að mála skrattann á vegginn,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarfélags Eyjafjarðar. Mikill snjór er enn víða á norðanverðu landinu og þá hafa svell legið lengi yfir túnum hér og hvar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Ómögulegt er þó á þessari stundu að segja fyrir um hverjar afleiðingarnar geti orðið.
 
Enginn að væla neitt
 
Sigurgeir segir að vissulega hafi menn áhyggjur af því að kal geti orðið nokkuð á einstaka svæðum í héraðinu, „en hér er enginn að væla neitt, best að sjá hverju fram vindur og hvernig þetta mun allt koma út þegar vorar,“ segir hann. Til lukku segir hann að svell séu meiri en var í fyrravetur og á þeim göt hér og hvar, þau séu ekki jafn samfellt yfir öllu eins og var. 
 
„Ég held að menn hafi ekki eins miklar áhyggjur af því að afleiðingarnar verði jafn skelfilegar og þær urðu í fyrravor, sem betur fer er ekki útlit fyrir að ástandið verði jafn slæmt og raunin varð þá.“
 
Meiri óvissa núna
 
Í fyrravetur hafi fljótt verið ljóst í hvað stefndi, en óvissan sé meiri núna og því ástæða til að halda í bjartsýni um að ekki fari allt á versta veg. Mestu hættusvæðin segir Sigurgeir vera innst í Hörgár- og Öxnadal og eins megi gera ráð fyrir að eitthvert kal verði í túnum hér og hvar austur í Þingeyjarsýslu.
 
Þá nefnir Sigurgeir að gríðarlega mikill snjór sé víðast hvar upp til fjalla, en á móti hafi verið snjólétt niður við sjó og upp undir 100 metra yfir sjávarmál. Hitastig hafi oft verið kringum núllið og snjókoma eða slydda gjarnan upp til fjalla á meðan rigndi eða var úrkomulaust neðar.
 
Giskar á að lömb verði væn í haust
 
Feikimikill snjór er t.d. í Bárðardal, innst í Öxnadal og í Skíðadal en á flatlendi er víða svo til snjólaust. Sigurgeir segist sér til skemmtunar leyfa sér að giska á að lömb muni koma óvenju væn og feit af fjalli á komandi hausti. Svo verði iðulega þegar mikill snjór er til fjalla, hann sé þá að bráðna fram eftir öllu sumri og féð hafi aðgang að nýgræðingi og góðri beit langt fram á sumar. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...