Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ef meðalhitinn hækkar Í Afríku um 2°C fram til 2050, eins og sumir spá, gæti uppskera dregist saman um helming.
Ef meðalhitinn hækkar Í Afríku um 2°C fram til 2050, eins og sumir spá, gæti uppskera dregist saman um helming.
Fréttir 24. nóvember 2016

Stórlega gengið á landgæði í Afríku

Frá 1960 hefur landbúnaðar­framleiðsla í Afríku fjórfaldast. Samt er þessi heimsálfa langt frá því að ná þeim árangri í landbúnaðarmálum sem náðst hefur í Suður-Ameríku og í Asíu að því er fram kemur í úttekt The Economist frá 15. október síðastliðinn. 
 
Stærsti hluti aukinnar framleiðslu á landbúnaðarvörum í Afríku skýrist af því að meira land hefur verið tekið undir þessa grein fremur en að aukin framleiðni hafi náðst á því landi sem áður var notað. Um leið hafa fátækir bændur hægt og rólega verið að ganga á næringargildi jarðvegs. Nær allt ræktarland í Afríku er notað án nægilegrar áveitu. Vaxandi öfgar í veðurfari hefur neytt íbúa til að glíma við mikla þurrka, flóð og hitabylgjur. Það er ekki að hjálpa til í heimsálfu þar sem gert er ráð fyrir tvöföldun á fólksfjölda fram til 2050. 
 
Afríka einungis með 4% af gróðurhúsalofttegundum
 
Hitastigið í álfunni er þegar um 1°C heitara að meðaltali en það var fyrir iðnbyltinguna. Með enn auknum hita mun ástandið bara versna. Ef meðalhitinn hækkar um 2°C fram til 2050 eins og sumir spá, gæti uppskera dregist saman um helming. Athygli vekur að þessi stóra heimsálfa er einungis talin bera ábyrgð á 4% af árlegri losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. 
 
Hækkun hitastigs leiðir til aukins kostnaðar
 
Kostnaðurinn vegna hækkandi hitastigs er þegar talinn nema um 1,5% af vergri landsframleiðslu þjóða í Afríku að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þar á bæ er talið að aðlögun að enn hækkandi hita muni kosta þjóðir Afríku um 3%  af vergri landsframleiðslu á ári. 
 
Áburðarnotkun í Afríku einungis 12,1% af meðaltali á heimsvísu
 
Væntanlega bar þetta á góma á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem haldinn  var í Afríkuríkinu Marokkó í síðustu viku. Þetta ríki er stærsti framleiðandi í heimi á fosfór sem notaður er í áburð. Samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru notuð 124 kg af tilbúnum áburði að meðaltali á hvern hektara ræktarlands í heiminum á hverju ári. Í Afríku, öflugustu framleiðsluálfu fosfórs í heiminum, eru einungis notuð 15 kg að meðaltali á hektara, eða 12,1%.
 
Slæmar samgöngur stórhækka áburðarverð
 
Bent er á að tilbúinn áburður sé notaður í braski spilltra embættismanna víða um álfuna og því geti reynst erfitt fyrir bændur að komast yfir slík gæði. Þá valdi slæmt vegakerfi því að það sé 50% dýrara fyrir bændur í Tansaníu að kaupa tilbúinn áburð en bændur í þróaðri löndum. Kostnaðurinn er svo um 80% hærri í Malí samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðlegu áburðar­þróunarmiðstöðinni (International Fertiliser Develop­ment Centre – IFDC). Þessi stofnun, sem sett var á laggirnar í Alabama í Bandaríkjunum árið 1976, er nú með starfsstöðvar í yfir 20 löndum. 
 
Áburðargjöf gæti minnkað skógareyðingu
 
Aukin áburðargjöf á ræktarland í Afríku er ekki eingöngu talin geta gefið aukna uppskeru fyrir íbúana, heldur geti líka stuðlað að bindingu kolefnis. Skýringin er fólgin í því að minna þurfi að ryðja af skóglendi til ræktunar ef hægt er að gera landið sem fyrir er gjöfulla. Með því að draga úr skógareyðingu í Afríku um einungis 10% á ári samsvarar það gróðurhúsalosun Brasilíumanna í heilt ár, að sögn Mostafa Teeab, forstjóra OCP Group sem er risastór fosfórverksmiðja í Marokkó. Bendir hann á að vegna lítillar áburðarnotkunar bindi ofnýttur jarðvegur í Afríku einungis 175 gígatonn af kolefni á ári (175.000.000.000 tonn) í stað 1.500 gígatonna að meðaltali á heimsvísu (1.500.000.000.000 tonn). 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f