Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Stjórnvaldssektir á tvö bú
Fréttir 24. ágúst 2023

Stjórnvaldssektir á tvö bú

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælastofnun (MAST) lagði fyrir skemmstu stjórnvaldssektir á tvö bú á Vesturlandi vegna brota á lögum um dýravelferð.

Annars vegar var um að ræða bú þar sem hluti fjárins hafði sloppið af bænum fyrir burð í vor og bar því eftirlitslaust og hins vegar bú þar sem nautgripir reyndust vanfóðraðir. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.

Samkv. 6.mgr. 42.gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra geta þeir sem fá stjórnvaldssektir frá MAST fyrir brot á dýravelferð og eru ósáttir við það ekki kært þær sektargjörðir til æðra stjórnvalds (matvælaráðuneytis). Þeir verða þess í stað, eftir atvikum, að höfða mál til ógildingar fyrir dómstólum innan ákveðins tíma. Málshöfðun frestar hvorki réttaráhrifum ákvörðunar MAST né heimild til aðfarar.

MAST sagði jafnframt í nýlegri tilkynningu að óskað yrði eftir rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á máli þar sem tíu hundar fundust dauðir í útigerði eftir að umráðamaður þeirra hafði verið fjarverandi í nokkra klukkutíma. Hafði hundaþjálfari á bæ í Breiðdal fundið tíu af hundum sínum dauða. Yfirdýralæknir lét hafa eftir sér að ekkert hefði fundist óeðlilegt við krufningu tveggja af hundunum en sýni verið send í eiturefnagreiningu.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...