Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ný stjórn LK. Frá vinstri: Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson.
Ný stjórn LK. Frá vinstri: Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson.
Mynd / TB
Fréttir 1. apríl 2016

Stjórnarskipti hjá Landssambandi kúabænda

Ný stjórn Landssambands kúabænda var kjörin í dag við lok aðalfundar sambandsins. Allir fulltrúar eru nýir í stjórn. Arnar Árnason á Hranastöðum í Eyjafirði var fyrr í dag kjörinn formaður stjórnar.

Í nýju stjórninni sitja ásamt Arnari:

Elín Heiða Valsdóttir, kúabóndi í Úthlíð í Skaftártungu. Kjörin með 28 atkvæðum

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, kúabóndi í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi. Kjörinn með 27 atkvæðum.

Bessi Freyr Vésteinsson, holdanautabóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði. Kjörinn með 23 atkvæðum.

Pétur Diðriksson, kúabóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Kjörinn með 19 atkvæðum.

Kosið verður í embætti innan stjórnar á fyrsta fundi hennar.

Varamenn

Eftirtalin voru kjörin varamenn í stjórn: Bóel Anna Þórisdóttir, bóndi á Móeiðarhvoli í Rangárþingi ytra með 23 atkvæði. Davíð Logi Jónsson, kúabóndi á Egg í Hegranesi með 16 atkvæði.

Kjörbréfa- og uppstillingarnefnd gerði tillögu um að skoðunarmenn reikninga verði Borghildur Kristinsdóttir, kúabóndi í Skarði í Landssveit og Aðalsteinn Hallgrímsson kúabóndi í Garði í Eyjafjarðarsveit og voru þau kjörin með lófaklappi. Nefndin gerði tillögu um Valdimar Sigmarsson í Sólheimum í Skagafirði og var sú tillaga sömuleiðis samþykkt með lófaklappi.

Í gömlu stjórninni, sem nú hefur látið af störfum, var Sigurður Loftsson formaður, Guðný Helga Björnsdóttir varaformaður og meðstjórnendur Jóhann Nikulásson, Trausti Þórisson og Þórólfur Ómar Óskarsson.

Heimild: Naut.is

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...