Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Starfshópur mótar tillögur til að draga úr matarsóun
Fréttir 8. október 2014

Starfshópur mótar tillögur til að draga úr matarsóun

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem móta skal tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla. Hópnum er ætlað að benda á hvetjandi leiðir til að nýta hráefni betur við vinnslu matvara sem og fullunnar matvörur eftir að þær eru komnar til neytenda, veitingastaða, framleiðenda og söluaðila.

Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að hópurinn muni einnig leggja fram tillögur um hvernig auka megi fræðslu um matarsóun, m.a. áhrif umbúða og skammtastærða. Þá skal hann meta hvaða stjórntæki geta gagnast við að draga úr matarsóun og hvort þörf sé á breytingum á lögum og reglum sem áhrif geta haft á sóun matvæla.

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að þriðjungur matvælaframleiðslu, eða um 1,3 milljarðar tonna matvæla fari til spillis.  Á sama tíma fara milljónir fólks svangar að sofa á hverjum degi og tugþúsundir barna deyja daglega úr næringarskorti. Þetta ójafnvægi í lífsstíl fólks hefur stórfelld áhrif á heilsu og umhverfið, m.a. vegna aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda, land- og vatnsnotkunar og ýmissar mengunar sem hlýst af matarframleiðslu.

Á Degi umhverfisins í ár, þann 25. apríl, stóð umhverfis- og auðlindaráðuneytið fyrir málþingi um matarsóun undir yfirskriftinni „Hættum að henda mat“. Á málþinginu var fjallað um umfang, ástæður og afleiðingar matarsóunar, hvað stýrir neytendum þegar kemur að kaupum á mat, hvernig nýta megi betur hráefni við matvælaframleiðslu, hvernig draga megi úr matarsóun í mötuneytum og þá vitundarvakningu sem hefur orðið hjá almenningi og stjórnvöldum á þessu sviði.

Með skipun starfshópsins nú er málþinginu fylgt eftir en í honum sitja fulltrúar  Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Bændasamtaka Íslands, Kvenfélagssambands Íslands og Landverndar en hópurinn er undir forystu ráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum sínum fyrir miðjan apríl 2015 og að þær verði kynntar á Degi umhverfisins á næsta ári.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur einnig ákveðið að í almennri stefnu um úrgangsforvarnir sem hann mun gefa út um næstu áramót verði höfuðáhersla lögð á að draga úr og koma í veg fyrir sóun matvæla.
Í formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni 2014, „Gróska – lífskraftur“,  er lögð áhersla á norræna lífhagkerfið þar sem eitt markmiðanna er að draga úr sóun og hámarka nýtingu og ábata af lífrænum afurðum. Þá styrkir Norræna ráðherranefndin í ár „Zero Waste“ verkefni Landverndar, Kvenfélagasambands Íslands og Vakandi sem hefur það markmið að vinna gegn sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...