Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Um fimm hundruð manns mættu í opna húsið á Hellnum laugardaginn 23. apríl í dýrindis veðri.
Um fimm hundruð manns mættu í opna húsið á Hellnum laugardaginn 23. apríl í dýrindis veðri.
Mynd / MHH
Fréttir 2. júní 2016

Stærsti manngerði hellir landsins opnaður ferðamönnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Um fimm hundruð manns mættu í hellaskoðun á bænum Hellnum í Landsveit laugardaginn 23. apríl þar sem sumrinu var fagnað með opnu húsi. 
 
Auk þess var boðið upp á leiki, veitingar og teymt var undir börnum. Tilgangurinn var fyrst og fremst að kynna stærsta helli landsins fyrir gestum en nú verður hann opnaður ferðamönnum. Á Hellnum eru þrír hellar, allir manngerðir, höggnir í sandstein, og er sá stærsti þeirra lengsti manngerði hellir á Íslandi en hann heitir Hellnahellir.
 
„Hellirinn er um fimmtíu metra langur, lofthæðin er þrír til fimm metrar og álíka vítt á milli veggja. Í hellinum eru tvær útgönguleiðir, ein í hvorum enda, en auk þess eru á honum fimm upphlaðnir strompar sem gerðir hafa verið til að hleypa birtu inn í hellinn eða til að hleypa út reyk frá eldstæðum,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir á Hellnum. 
 
Hún segir ekki nákvæmlega vitað hve gamall hellirinn er en talið er að hann sé  mögulega frá því fyrir eiginlegt landnám Íslands og hafi verið gerðir af pöpum, þ.e.a.s. írskum munkum sem tóku sér bólfestu hér á landi fyrir tíma víkinganna, eða um 900. Nú stendur til að taka á móti ferðamönnum í hellinn en hægt er að nálgast frekari  upplýsingar á heimasíðu Hellna, http://www.hellar.is og á Facebook.

Skylt efni: Hellnahellir

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...