Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Um fimm hundruð manns mættu í opna húsið á Hellnum laugardaginn 23. apríl í dýrindis veðri.
Um fimm hundruð manns mættu í opna húsið á Hellnum laugardaginn 23. apríl í dýrindis veðri.
Mynd / MHH
Fréttir 2. júní 2016

Stærsti manngerði hellir landsins opnaður ferðamönnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Um fimm hundruð manns mættu í hellaskoðun á bænum Hellnum í Landsveit laugardaginn 23. apríl þar sem sumrinu var fagnað með opnu húsi. 
 
Auk þess var boðið upp á leiki, veitingar og teymt var undir börnum. Tilgangurinn var fyrst og fremst að kynna stærsta helli landsins fyrir gestum en nú verður hann opnaður ferðamönnum. Á Hellnum eru þrír hellar, allir manngerðir, höggnir í sandstein, og er sá stærsti þeirra lengsti manngerði hellir á Íslandi en hann heitir Hellnahellir.
 
„Hellirinn er um fimmtíu metra langur, lofthæðin er þrír til fimm metrar og álíka vítt á milli veggja. Í hellinum eru tvær útgönguleiðir, ein í hvorum enda, en auk þess eru á honum fimm upphlaðnir strompar sem gerðir hafa verið til að hleypa birtu inn í hellinn eða til að hleypa út reyk frá eldstæðum,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir á Hellnum. 
 
Hún segir ekki nákvæmlega vitað hve gamall hellirinn er en talið er að hann sé  mögulega frá því fyrir eiginlegt landnám Íslands og hafi verið gerðir af pöpum, þ.e.a.s. írskum munkum sem tóku sér bólfestu hér á landi fyrir tíma víkinganna, eða um 900. Nú stendur til að taka á móti ferðamönnum í hellinn en hægt er að nálgast frekari  upplýsingar á heimasíðu Hellna, http://www.hellar.is og á Facebook.

Skylt efni: Hellnahellir

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...