Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skógarmafían stórtæk í skógarhöggi
Fréttir 17. nóvember 2014

Skógarmafían stórtæk í skógarhöggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólöglegt skógarhögg er víðar vandamál en í hitabeltisskógum Suður Ameríku og Asíu því víða í Balkanlöndunum, Rúmeníu, Búlgaríu, Albaníu og Moldavíu sem dæmi, er ólögleg felling trjáa orðið verulegt vandamál.

Í Rúmeníu einni er talið að um 600.000 rúmmetrar af trjám hafi verið feld á síðasta ári. Áætlaður hagnaður af timbrinu er ríflega 3 milljarðar króna. Ástandið í öðrum Balkanríkjum er talið svipað og að spillt kerfi mútuþægra embættismanna geri lítið til að stöðva skógarhöggið. Talið er að um 25% af öllu skógarhöggi í þessum löndum sé ólöglegt.

Mest er skógarhöggið til fjalla þar sem eftirlitið er minnst og í útjöðrum þjóðgarða. Víða í þessum fjöllum vaxa sjaldgæfar furutegundir og er gengið svo nærri sumum þeirra að þær eru talda í útrýmingarhættu.  Orðið „Balkan“ þýðir á tyrknesku röð af skógivöxnum fjöllum.

Trjám og greinum hefur lengi verið safnað í skógunum til eldiviðar en eftir að skógarmafían sá hagnað í viðnum hefur skógarhöggið margfaldast. Vinnsla viðarins fer yfirleitt fram í skjóli löglegra skógarnytja.
 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...