Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Skógarmafían stórtæk í skógarhöggi
Fréttir 17. nóvember 2014

Skógarmafían stórtæk í skógarhöggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólöglegt skógarhögg er víðar vandamál en í hitabeltisskógum Suður Ameríku og Asíu því víða í Balkanlöndunum, Rúmeníu, Búlgaríu, Albaníu og Moldavíu sem dæmi, er ólögleg felling trjáa orðið verulegt vandamál.

Í Rúmeníu einni er talið að um 600.000 rúmmetrar af trjám hafi verið feld á síðasta ári. Áætlaður hagnaður af timbrinu er ríflega 3 milljarðar króna. Ástandið í öðrum Balkanríkjum er talið svipað og að spillt kerfi mútuþægra embættismanna geri lítið til að stöðva skógarhöggið. Talið er að um 25% af öllu skógarhöggi í þessum löndum sé ólöglegt.

Mest er skógarhöggið til fjalla þar sem eftirlitið er minnst og í útjöðrum þjóðgarða. Víða í þessum fjöllum vaxa sjaldgæfar furutegundir og er gengið svo nærri sumum þeirra að þær eru talda í útrýmingarhættu.  Orðið „Balkan“ þýðir á tyrknesku röð af skógivöxnum fjöllum.

Trjám og greinum hefur lengi verið safnað í skógunum til eldiviðar en eftir að skógarmafían sá hagnað í viðnum hefur skógarhöggið margfaldast. Vinnsla viðarins fer yfirleitt fram í skjóli löglegra skógarnytja.
 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f