Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá uppboði í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen Fur.
Frá uppboði í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen Fur.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. janúar 2020

Skinnauppboði frestað í Kaupmannahöfn vegna kórónaveirunnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Danska skinnauppboðshúsið Copenhagen Fur hefur frestað fyrsta uppboði ársins vegna kórónaveirunnar. Uppboðið átti að vera 10. til 13. febrúar en verður nú sameinað uppboði sem á að hefjast 22. apríl.

Einar Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir þetta vissulega bagalegt þar sem loðdýrabændur hafi beðið spenntir með sjá hvernig verðþróun yrði á þessu uppboði.  Þá hafa fjármálastofnanir líka beðið eftir þessu uppboði, en mikið er í húfi víða um lönd þar sem loðdýrabúin hafa átt í erfiðleikum vegna verðfalls á skinnum undanfarin ár.

Frestun á uppboðinu þarf ekki að koma á óvart þar sem skinnakaupmenn frá Kína og fleiri Asíulöndum hafa verið umsvifamiklir á þessum uppboðum í Kaupmannahöfn. Samkvæmt frétt Bloomberg hefur verið staðfest að 5.974 einstaklingar hafi smitast í Kína af kórónaveirunni og 132 hafi látið lífið. Var fjöldi smitaðra þá sagður vera orðinn meiri en smitaðist af SARS veirunni árið 2003.

Víða er litið alvarlega á málið og hefur Breska flugfélagið British Airways tilkynnt að allar flugferðir til Wuhan og annarra borga í Kína hafi verið felldar niður. Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur einnig tilkynnt að dregið yrði úr flugi til Beijing, Dhanghai og Hong Kong.

Í tilkynningu sem uppboðshús Copenhagen Fur sendi loðdýrabændum og fjármálastofnunum segir m.a.:

„Þróun á aðstæðum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar í Kína og annars staðar í heiminum er alvarleg. Hefur þetta leitt til þess að kínversk stjórnvöld hafa nú hert ferðaleiðbeiningar og hvatt Kínverja til að forðast allar utanlandsferðir.

Núverandi ástand í tengslum útbreiðslu kórónaveirunnar í Kína veldur mörgum kínverskum viðskiptavinum Copenhagen Fur áhyggjum. Vegna þess hefur febrúaruppboði uppboðshússins er frestað. Fyrirhuguð sala á um það bil 2 milljónir minkaskinna verður í staðinn færð eins og hægt er inn í apríluppboðið.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...