Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skemmdir á vegklæðingu víða um land
Fréttir 10. apríl 2015

Skemmdir á vegklæðingu víða um land

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Klæðning fauk í þó nokkrum mæli af vegum í óveðrinu sem gekk yfir landið á dögunum og skapaði hættu. Unnið hefur verið að því að merkja þá staði sem verst urðu úti en ljóst að þó nokkurn tíma tekur að koma slitlagi á veginn á ný. Það verður gert um leið og færi gefst með vorinu að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 
 
Skemmdir urðu m.a. á Suður­svæði, annars vegar við Borg í Grímsnesi og hins vegar við Óseyrarbrú. Einnig fauk klæðing af innri öxl vinstri kants á Reykjanesbraut á tveimur stöðum. Skemmdir urðu á vegi í Brynjudal og í Hvalfjarðarbotni, einnig fauk klæðing af kafla á Eyrarfellsvegi við brú í Miðdal og skemmdir urðu á Þingvallavegi nálægt Grafningsvegi. 
 
Á Norðursvæði hafa orðið töluverðar skemmdir á slitlögum í Skagafirði. Verulegar skemmdir urðu á Siglufjarðarvegi við Stafá, síðan bættist við einn blettur í Sléttuhlíð rétt sunnan við Keldur og annar á Sauðárkróksbraut við flugvöllinn. Á Norðausturvegi við gamla Öxarfjarðarheiðarveginn á Leirtjarnarhálsi urðu skemmdir á um 70 fermetra kafla. Smávægilegar skemmdir urðu á klæðningum í Húnavatnssýslum. 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...