Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins.
Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins.
Mynd / Sjávarklasinn
Fréttir 26. ágúst 2020

Sjávarakademían er nýtt nám á framhaldsskólastigi

Höfundur: smh
Á vegum Sjávarklasans og Fisk­tækniskóla Íslands verður boðið upp á nýtt nám á framhaldsskólastigi í haust sem kallast Sjávarakademían. Þar mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins. 
 
„Í náminu gefst nemendum kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins.  Kennsla fer einnig fram í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. 
 
Byggt á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands
 
Námið byggir á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands um hráefnisvinnslu, en þar að auki verður lögð mikil áhersla á vöruþróun, frumkvöðlaþjálfun, stofnun og rekstur fyrirtækja,“ segir Sara Björk Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Sjávarklasanum.  Námið ætti að höfða til fólks sem stefnir á vinnu eða rekstur eigin fyrirtækis innan bláa hagkerfisins, sem hefur áhuga á nýsköpun, umhverfismálum og sjálfbærni,“ bætir Sara Björk við.„Þetta verður fyrsta önnin okkar, við vorum með fjögurra vikna sumarnámskeið í sumar sem gekk ótrúlega vel, það var svona inngangur í námið. Sambærilegt nám hefur ekki verið í boði áður á framhaldsskólastigi. Námið stendur yfir í eina haustönn, er einingabært til framhaldsskóla og gefur 30 einingar,“ bætir Sara Björk við.
 
Haustönn Sjávarakademíunnar hefst 14. september og er um­sóknar­frestur til 7. september. 
 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...