Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
María E. Ingvadóttir og Hrafnkell Guðnason skrifuðu undir sex milljóna króna samninginn kampakát.
María E. Ingvadóttir og Hrafnkell Guðnason skrifuðu undir sex milljóna króna samninginn kampakát.
Mynd / MHH
Fréttir 28. febrúar 2017

Sex milljónir til skógarbænda á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var undirritaður samningur á milli Félags skógareigenda á Suðurlandi og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) um sex milljóna króna styrk til félagsins. 
 
Peningurinn verður notaður til að kanna, kortleggja og skrá hugsanlegar afurðir úr skógum á Suðurlandi, markaðsaðstæður og sölumöguleika afurða. Fjármagnið kemur úr Sóknaráætlun Suðurlands.
 
„Það er orðið brýnt að skapa grundvöll fyrir úrvinnslu þess grisjunarviðar og bolviðar sem nú þegar fellur til og mun falla til um ókomna tíð. Það er komið að því að byggja upp öfluga atvinnugrein, skógariðnaðar á Suðurlandi. Með samhentu átaki er vonast til að okkur skógarbændum á Suðurlandi takist það,“ segir María E. Ingvadóttir, formaður félagsins, og bætti því við að það ætti líka að vera markmið skógarbænda að þeir fái góðar tekjur af skógræktinni, skógarbændur eigi að geta lifað góðu lífi af tekjum af jörð sinni. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...