Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskt lambakjöt.
Íslenskt lambakjöt.
Mynd / Odd Stefán.
Fréttir 26. júlí 2019

Samtök bænda telja skorta rökstuðning fyrir innflutningi á lambahryggjum

Höfundur: TB

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent frá sér sameiginlega umsögn vegna fyrirhugaðrar reglugerðar sem gengur út á að leyfa innflutning á lambahryggjum á opnum tollkvóta með magntolli sem er 172 kr. á kíló. Þau gagnrýna að innflutningsaðilar fái heimild til þess að flytja inn ótarkmarkað magn af lambahryggjum á því tímabili sem magntollarnir veru lágir og tollkvótar opnir.

Samtökin fengu send drög að reglugerð þann 23. júlí og er einungis veittur fjögurra daga frestur til að gera athugasemdir. Þær eru meðal annars að samtökin telja skort á gögnum sem rökstyðja þörfina á innflutningi. Í umsögninni segir að umsagnaraðilar telji í fyrsta lagi skort á skýrum forsendum fyrir tillögunni eins og hún liggur fyrir. „Fram þurfa að koma upplýsingar um hversu mikið magn er til nú þegar, hversu mikið magn vantar og hvernig verðþróunin í heildsölu hefur verið. Þetta eru allt lykilspurningar og svör við þeim þurfa að fylgja í greinargerð með tillögunni,“ segir í umsögn BÍ og LS.

Engar magntakmarkanir

Í öðru lagi gera umsagnaraðilar verulegar athugasemdir við það að það eru engin takmörk á því magni sem flytja má inn. Þannig getur söluaðili ákveðið að flytja inn á þessu tímabili hryggi sem hann hyggst selja í heilt ár eftir innflutning. „Samtökin telja algjört grundvallaratriði að magnið sé tengt þeim skorti sem er talinn vera.“

Magntollur ekki í samræmi við verðlagsþróun

Í þriðja lagi telja samtökin að það þurfi að vera markvissari forsendur fyrir upphæð magntolls, þ.e. 172 kr/kg. „Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur verið verðhjöðnun í smásölu á lambakjöti síðan 2015 og hafa þarf í huga að innflutningurinn raski ekki verðmyndun á innanlandsmarkaði,“ segir í umsögn LS og BÍ.

Umsögn BÍ og LS

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...