Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Samráð vegna endurheimtar votlendis
Fréttir 17. nóvember 2014

Samráð vegna endurheimtar votlendis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað hagsmuna- og fagaðila til samráðs um mótun aðgerðaáætlunar varðandi endurheimt votlendis. Aðgerðaáætlunin er liður í stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og náttúruvernd.

Á vef Umhverfisráðuneytisins segir að markmið starfsins verður að kortleggja nánar hvaða svæði koma til greina til endurheimtar votlendis án þess að skaða hagsmuni annarrar landnotkunar. Jafnframt er ætlunin að móta aðferðafræði til að forgangsraða slíkum svæðum m.a. með tilliti til ávinnings fyrir lífríki, losun gróðurhúsalofttegunda, hagræns ávinnings landeiganda og kostnaðar. Svæði þar sem lítil eða engin landbúnaðarnot eru nú eru dæmi um svæði sem henta vel og yrði ávinningur fyrir vistkerfið.

Votlendi eru mikilvæg vistkerfi sem veita víðtæka þjónustu, ss. við miðlun vatns, sem búsvæði fugla og ekki síst á sviði loftslagsmála. Ísland hefur því beitt sér fyrir því að endurheimt votlendis telji sem mótvægisaðgerð gegn losun gróðurhúsalofttegunda innan Kyoto bókunar Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og liggur nú fyrir alþjóðasamþykkt þess efnis.

Til samráðsins hafa verið boðaðir fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtökum Íslands og Fuglavernd.
 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...