Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sameining fjögurra sveitarfélaga staðfest
Fréttir 24. febrúar 2020

Sameining fjögurra sveitarfélaga staðfest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðherra hefur staðfest sam­ein­ingu Borg­ar­fjarðar­hrepps, Djúpa­­vogshrepps, Fljóts­dals­héraðs og Seyðis­fjarðar­kaupstaðar í eitt sveitarfélag.

Með sameiningunni verður til eitt stærsta sveitarfélag landsins að flatarmáli, með tæplega fimm þúsund íbúa. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu sameininguna með afgerandi hætti þann 26. október 2018.

Sveitarstjórnarkosningar 18. apríl næstkomandi

Boðað verður til sveitarstjórnar­kosninga laugar­daginn 18. apríl næst­komandi þar sem kosið verður í sveitarstjórn hins sam­einaða sveitarfélags. Nýkjörin sveitarstjórn tekur við stjórn sveitarfélagsins 15 dögum síðar, eða 3. maí, og á sama tíma tekur sameiningin gildi.

Fram undan er atkvæðagreiðsla um nýtt nafn hins sameinaða sveitar­félags en nafnanefnd auglýsti eftir hugmyndum og bárust 112 tillögur með 67 hug­myndum að nýjum nöfnum. Nokkr­ar tillögur verða lagðar fyrir kjósendur í atkvæðagreiðslu sem fer fram samhliða sveitar­stjórnarkosningum.

Sveitarfélögum fækkað um tíu

Árið 1950 voru sveitarfélögin 229 og hefur þeim fækkað í nokkrum skrefum. Árin 1994 til 2006 var mikið um sameiningar og fækkaði sveitarfélögum þá úr 196 í 79 og verða 69 frá og með 3. maí næst­komandi.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f