Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Sala á innlendu kjöti hefur dregist saman um 4,3% á ársgrundvelli
Mynd / Landssamtök Sauðfjárbnda
Fréttir 16. september 2014

Sala á innlendu kjöti hefur dregist saman um 4,3% á ársgrundvelli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sala á kindakjöti í ágúst síðast liðinn  var 642 tonn, en í sama mánuði 2013 var salan 621 tonn. Miðað við sama ársfjórðung og 2013, júní-ágúst, var salan 3,4% meiri en 2,4 % minni miðað við 12 mánaða tímabil. Frá þessu er greint á vef Landssamtaka sauðfjárbænda.

Markaðshlutdeildin kjöts á tólf mánaða tímabili, ágúst til september, skiptist þannig að alifuglakjöt er í 1. sæti (32,1%), kindakjöt í 2. sæti (26,7%), svínakjöt í þriðja (24,3%), nautakjöt í fjórða(14,7%) og hrossakjöt (2,3%). Heildarsala á innlendu kjöti dróst saman um 4,3% á tímabilinu.

Allar ofangreindar tölur miðast við heildsölu afurðastöðva á innlendu kjöti. Innflutt kjöt er ekki talið með, en ekki var flutt inn neitt lamba- eða kindakjöt fyrstu sjö mánuði ársins 2014. Hinsvegar er verulega aukinn innflutningur á öðru kjöti, einkanlega nautakjöti.

Útflutningur var 73 tonn í ágúst, samanborið við 131 tonn í ágúst 2013. Með útflutningi er heildarafsetning lamba- og kindakjöts 2% minni fyrstu átta mánuði ársins 2014 miðað við sömu mánuði 2013.

Birgðir í ágústlok, við upphaf sláturtíðar, voru 1.304 tonn, eða 239 tonnum meira en í lok ágúst 2013.  Þar af eru 1.140 tonn af framleiðslu ársins 2013.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...