Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Rannsóknarstofan Seyla tekur til starfa
Fréttir 26. nóvember 2014

Rannsóknarstofan Seyla tekur til starfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný rannsóknarstofa tekur til starfa á Hvanneyri eftir áramót. Rannsóknarstofan mun meðal annars sjá um hey- og jarðvegsefnagreiningar fyrir bændur og orku- og ör­verumælingar fyrir fóðurstöðvar loðdýrafóðurs.

Fjórir íbúðargámar verða notaðir undir rannsóknarstofuna og verða þeir á Hvanneyri.

Í tilkynningu vegna nýju rannsóknarstofunnar segir að margir bændur hafi snúið sér til efnagreiningarstofu í Hollandi með heysýnin sín en þar hafa þeir fengið niðurstöður fljótt og vel. Til stendur að kaupa massagreini sem gerir rannsóknarstofunni á Hvanneyri kleift að bjóða sama afgreiðslutíma á heyefnamælingum og Hollendingarnir og jafnframt að bæta við snefilefnagreiningum. Auk verða á rannsóknarstofunni  orku- og örverumælingar fyrir fóðurstöðvar loðdýrafóðurs. Nýja rannsóknarstofan verður með tæki og sérþekkingu til að bjóða íslenskum garðyrkjubændum þjónustu, sem þeir kaupa nú frá útlöndum.

Eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem hefur fengið nafnið Seyla ehf., er Elísabet Axelsdóttir.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...