Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ítalska salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Ítalska salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Mynd / TB
Fréttir 29. ágúst 2017

Óþvegið innflutt salat olli veikindum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Á dögunum var sagt frá veikindum starfsmanna í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, í Háaleitisskóla og í Hörðuvallaskóla. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi tilkynningu frá sér í morgun þar sem rannsóknir benda til að hugsanlegur sýkingarvaldur sé baktería sem hafi borist hingað með salati frá Ítalíu. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar heilbrigðiseftirlitsins leiddu í ljós að sterk tengsl voru milli neyslu á óþvegnu salati og veikinda starfsmanna í Háaleitisskóla - Hvassaleiti.
 
Rannsóknir á salatinu hafa leitt í ljós hugsanlegan sýkingarvald, bakteríuna Aeromonas hydrophila, sem þekkt er að getur valdið veikindum eins og hér um ræðir. Bakterían finnst víða í umhverfinu, sérstaklega í menguðu vatni og því er mikilvægt að skola allar matjurtir fyrir neyslu.

Óþvegið salat frá Ítalíu
Samkvæmt tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins er um að ræða innflutt blaðsalat frá Ítalíu. Á umbúðum salatsins kemur fram að það sé óþvegið. Heimilt er að dreifa slíku salati en nauðsynlegt er að það sé þvegið og skolað vel fyrir notkun. Salatið fór eingöngu í stóreldhús en ekki í smásölu á almennan markað, að sögn eftirlitsins.
 
Samkvæmt upplýsingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa ekki komið upp veikindi á öðrum stöðum en í ofangreindum skólum. Líklegar skýringar á því geta verið að smit sé misdreift í salatinu sem og mismunandi meðferð salatsins hvað varðar skolun.
 
Í tilkynningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er mikilvægi þess að skola allar matjurtir vel fyrir neyslu áréttað.
 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f