Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nýr formaður Hollvinafélags LBHÍ
Fréttir 3. júlí 2014

Nýr formaður Hollvinafélags LBHÍ

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þórir Haraldsson, framkvæmda­stjóri Líflands, hefur verið kosinn nýr formaður Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann segir að félagið muni hér eftir sem hingað til reyna að styðja við bakið á skólanum.

„Það sem er helst á döfinni hjá okkur er að horfa á hvað við getum gert til að hlúa að Landbúnaðar­háskólanum. Við ætlum að reyna að láta aðeins í okkur heyra hvað varðar framtíð háskólans á staðnum sem nú er í talsverðri óvissu. Ég veit að menn hafa verið að funda um framtíð skólans en ég hef ekki heyrt að það væri komin um það nein endanleg niðurstaða. Það er að vænta yfirlýsingar frá félaginu vegna þessa en spurning hvort ráðamenn taki eitthvað mark á okkur. Það er okkar skoðun í Hollvinafélaginu að þarna eigi að starfrækja sjálfstæðan og öflugan háskóla. Það ætti að hjálpa okkur við að framleiða meiri landbúnaðarvörur á Íslandi og við höfum nægt landrými til þess.

Við þurfum að búa okkur undir það að verða verulega mikill valkostur fyrir Evrópu einkum hvað varðar græna, vistvæna og einnig lífræna framleiðslu á matvælum. Þó að Íslendingar séu kannski ekki mikið að sækjast eftir lífrænt framleiddum matvælum fara hópar fólks sem sækjast eftir slíku í Evrópu stöðugt stækkandi. Þar eigum við tækifæri,“ segir Þórir.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...