Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nú hafa streymt um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu
Fréttir 20. nóvember 2014

Nú hafa streymt um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteini úr Holuhraunsgosinu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Tveir prófessorar í  jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands telja í samtali við Bændablaðið að losun brennisteins í eldgosinu í Holuhrauni sé grafalvarlegt mál fyrir lífríkið.

Samkvæmt orðum prófessoranna Jónasar Elíassonar og Andra Stefánssonar þá er talið út frá mælingum vísindamanna að úr Holuhraunsgosinu streymi um 35 til 100 tonn af brennisteinsoxíði eða brennisteinstvíildi (SO2) á hverjum einasta degi. Nú hefur gosið staðið yfir frá 29. september, eða í 52 daga. Það þýðir að þegar hafa streymt upp um tvær til fimm milljónir tonna af brennisteinstvíildi.

„Ég held, að ef gosið heldur áfram þá sé full ástæða fyrir landbúnaðinn að huga að því hverjar afleiðingarnar verða. Því ættu menn að fara að mæla brennistein í jarðvatni og skoða breytingar á því,“ segir Jónas.

Andri Stefánsson segir að ef magnið af SO2 sem kemur upp af eldgosinu sé borið saman við það magn sem kemur upp af jarðorkuveri eins og Hellisheiðarvirkjun, þá er gasið frá virkjuninni töluvert minna á ári en kemur upp á hverjum einasta degi í gosinu.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...