Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Neysla á mjólkurfitu  mun aukast næstu áratugi
Fréttir 16. ágúst 2018

Neysla á mjólkurfitu mun aukast næstu áratugi

Ný skýrsla frá Efnahags- og fram­farastofnuninni, OECD, sýnir að neysla á mjólkurfitu hefur aukist til muna undanfarin ár og sú þróun mun halda áfram næstu áratugi. Rannsóknir sem sýna fram á góð áhrif mjólkurfitu í hollu mataræði er talin vera stór áhrifavaldur aukinnar neyslu. Formaður sambands alþjóða mjólkuriðnaðarins, IDF, Caroline Emond, segir skýrsluna innihalda mikilvæg gögn og greiningar og sé góð viðbót við skýrslu sem samtök hennar gefa út árlega. 
 
„Eftirspurn eftir mjólkurvörum í þróunarlöndunum hefur breyst undanfarin ár í átt að smjöri og mjólkurfitu í staðinn fyrir vörur sem byggjast á jurtaolíum. Þessa þróun er hægt að rekja til jákvæðara umtals á hollustu mjólkurfitu og breytingu á smekk,“ segir Caroline Emond. Skýrslan gefur einnig til kynna að verð á smjöri muni áfram haldast hátt en árleg eftirspurn á smjöri er áætlað að hækki um 2,2% á ári næstu árin. 
 
Eftirspurnin eykst mest í Asíu
 
Spáin í skýrslunni bendir einnig til þess að neytendur í þróunarlöndunum muni neyta töluvert meira af smjöri árlega vegna breyttrar neysluhegðunar í stað annarrar olíu og fitu. Því virðist sem nýlegar rannsóknir sem varpa jákvæðara ljósi á hollustu mjólkurfitu ásamt breytingum á smekk og óskum um minna unnin matvæli hafi aukið notkun á smjöri í uppskriftum og í vörum frá bakaríum. 
 
„Þessi þróun er mjög jákvæð og sýnir að jákvæð vísindi hafa áhrif eins og þegar því er haldið fram að neysla á mjólkurvörum eins og mjólk, jógúrti og ostum sem hluti af hollu mataræði geti haft jákvæð áhrif á heilsuna. Á meðan áætlað er að neysla á mörgum vörum muni halda áfram að fara niður á við á alþjóðavísu heldur OECD því fram að neysla á mjólkurvörum verði undantekning og muni aukast hraðar en fólksfjölgun á næstu áratugum,“ segir Caroline Emond.
 
Samband alþjóða mjólkur­iðnað­arins hvetur OECD og Matvæla- og land­búnað­arstofnunina (FAO), að fylgjast með áhrifum á lækkun verðs til bænda í ljósi mikils kostnaðar við að reka kúabú. Stærstur vaxtamarkaður fyrir mjólkurvörur og eftirspurn er áætlað að muni koma frá Asíu á næstu árum þar sem mesta aukning verður á Indlandi og í Pakistan. 

Skylt efni: mjólkurfita

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...