Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, afhenti Maríu Björk Ingvadóttur verðlaunagripinn, en hún er annar af framkvæmdastjórum N4. Verðlaunagripurinn er eldsmíðaður pitsuhnífur sem Beate Stormo, bóndi í Kristsnesi og handverksmeistari, gerði.
Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, afhenti Maríu Björk Ingvadóttur verðlaunagripinn, en hún er annar af framkvæmdastjórum N4. Verðlaunagripurinn er eldsmíðaður pitsuhnífur sem Beate Stormo, bóndi í Kristsnesi og handverksmeistari, gerði.
Fréttir 25. maí 2016

N4 hlaut hvatningarverðlaun bænda í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Búnaðarsamband Eyjafjarðar (BSE) veitir árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framtak tengt landbúnaði og/eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Viðurkenningin getur verið fyrir vel unnin störf, athyglisverða nýjung eða einstakan árangur. Á aðalfundi félagsins fyrir skömmu voru þessi verðlaun veitt sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri.
 
„Landbúnaður er samofinn landsbyggðinni, þeirri þróun sem þar verður ásamt því hvernig til tekst í framþróun og menningu þess lífs sem er. Það er eðlilegt að velta fyrir sér hvað hefur verið gert til að byggðinni sé gert hátt undir höfði þannig að tekið sé eftir. Sem síðan leiðir til þess að samkennd styrkist um mikilvægi hinnar dreifðu búsetu,“ segir í greinargerð búnaðarsambandsins. 
 
Dregin upp jákvæð mynd af lífinu
 
„Að dregin sé upp jákvæð mynd af lífinu, að fólk trúi að þar sé gott að lifa. Sjónvarpsstöðin N4 er í dag mikilvægasti ljósvakamiðill landsbyggðarinnar, sem segir frá fólki í öllum landsfjórðungum og hvað það er að gera. 
 
Landbúnaður hefur oft notið góðs af umfjöllun stöðvarinnar þegar farið er í heimsókn í sveitina, eða jafnvel þegar yfirskriftin er óvissuferð, og einnig með umfjöllun um það hráefni sem framleitt er þar, sem er okkur ákaflega mikilvægt,“ segir enn fremur í  greinargerðinni. 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...