Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Myndbönd um hross Landsmóta hestamanna
Mynd / HKr.
Fréttir 16. desember 2016

Myndbönd um hross Landsmóta hestamanna

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands og Landsmót ehf. eru framleiðendur myndbanda um hross Landsmóta hestamanna árin 2014 og 2016 sem nú eru aðgengileg fyrir áskrifendur WorldFengs, sem er skýrsluhaldsforritið í hrossarækt.

Kynningarmyndband um þessa framleiðslu má sjá hér.

Öll kynbótahross mótanna eru sýnd í myndböndunum og má því segja að þar séu öll bestu ræktunarhross landsins saman komin. WorldFengur og Landsmót ehf. hafa nú ákveðið að bjóða fólki að kaupa gjafabréf með þessum myndböndum fyrir jólin. Þannig verði hægt að gefa áskrifendum WorldFengs (bundið við þá) ársáskrift að LM myndböndum. Gjafabréf yrði þá útbúið á nafn og notandanafn sem mætti skella í jólapakkann og myndi þá aðgangurinn að myndböndunum opnast að kvöldi aðgangadags jóla sjálfkrafa í WorldFeng.

Gjafabréf skal keypt hjá Bændasamtökum Íslands eigi síðar en að loknum vinnudegi 22. desember. Frekari upplýsingar er að fá í síma 563-0300 eða í gegnum netfangið tolvudeild@bondi.is.

Verð er 4.900 krónur með virðisaukaskatti. Athugið að gefa þarf upp nafn og kennitölu þess sem á að fá gjafabréfið og að viðkomandi þarf að vera áskrifandi að WorldFeng.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f