Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfið
Mynd / ÁÞ
Fréttir 18. febrúar 2019

Meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfið

Höfundur: Ritstjórn

Yfirgnæfandi meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfi í mjólkurframleiðslunni. Það kemur fram í niðurstöðum atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins sem lauk í hádeginu í dag. Kosningin var rafræn og allt kusu 493 framleiðendur. Tæplega 90% vilja halda kvótakerfinu en rúm 10% sögðust vilja afnema það. Aðeins tveir völdu að taka ekki afstöðu.

Atkvæðagreiðslan fór fram í samræmi við ákvæði gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Hver mjólkurframleiðandi hafði eitt atkvæði án tillits til fjölda aðstandenda að búinu, aðildar  að Bændasamtökum Íslands eða Landssambandi kúabænda.

Á kjörskrá voru 558 innleggjendur og alls greiddu 493 atkvæði eða 88,35%

Atkvæði féllu þannig:

50 eða 10,14% sögðu: Já, ég vil afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu

441 eða 89,41% sögðu: Nei, ég vil ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu

2 eða 0,41% völdu að taka ekki afstöðu.

Í tilkynningu frá Bændasamtökunum segir að niðurstaðan sé stefnumarkandi fyrir fulltrúa bænda við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...