Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá jólamarkaði Búrsins. Þá voru Friðheimar þátttakendur og hér kynnir Helena Hermundardóttir ýmsar nýjungar þeirra.
Frá jólamarkaði Búrsins. Þá voru Friðheimar þátttakendur og hér kynnir Helena Hermundardóttir ýmsar nýjungar þeirra.
Mynd / smh
Fréttir 4. mars 2016

Matarmarkaður Búrsins haldinn í tíunda sinn

Höfundur: smh

Matarmarkaður Búrsins verður haldinn laugardaginn 5. mars og sunnudaginn 6. mars í Hörpu. Þetta var í tíunda skiptið sem þessi matarmarkaðshátíð er haldin á Íslandi. Samhliða fer fram úrslitakeppni Food and fun-kokkakeppninnar, í Norðuljósasal Hörpu.

Hátt í 50 aðilar kynna vörur sínar á matarmarkaðnum, bændur, sjómenn og smáframleiðendur. Veitingastaðurinn Matur og Drykkur verður með „pop-up bar“ og snakk á svæðinu. Aðgangur er ókeypis og opið frá 11-17 báða daga. 

Saltað hrossakjöt, heitreyktur makríll og lifrarkæfa

Meðal þátttakenda í ár eru sauðfjárbúið Ytra-Hólmi​, ​sem koma með ýmislegt góðgæti eins og grafið ærkjöt, tvíreykt hangikjöt, ærhakk, bjúgu, saltað hrossakjöt, marinerað hrossafille og marineraða lambaframparta​.​ Bændurnir á Bjarteyjarsandi koma með góðgæti úr eigin framleiðslu. Barnamaturinn frá þeim Rakelu Garðarsdóttir og Hrefnu Sætran sem framleiddur er undir vörumerkinu VAKANDI verður kynntur.

Erpstaðir í Dölum verða með sínar eftirsóttu mjólkurvörur; ísinn, konfekt og aðrar krásir. Kokkhúsið verður með ýmsar útgáfur af Hólableikju. Ljómlind verður með nautakjöt, grafið ærfille og fleira. Heitreyktur makríll frá Ómari á Hornafirði er fastagestur á þessum markaði, sem og reyktur regnbogasilungur. Steðji kemur með óáfenga bjórinn sinn Radler. Svo verður félag kjötiðnaðarmanna með lifrarkæfusmakk á sunnudeginum. Þar fá mataráhugamenn tækifæri til að velja bestu lifrarkæfu ársins. Þá verður gamall uppgerður traktor fyrir utan höllina ásamt Tuddanum sem býður upp á hamborgara sem gerðir eru úr kjöti af holdanautgripum –  sem eru að öllu leyti grasfóðraðir.  

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...